Lögregluyfirvöld í Los Angeles handtóku Jameson Witty í dag fyrir meintan stuld á hluta bílsins sem Paul Walker lést í.
Bíllinn var af gerðinni Porsche Carrera GT.
Witty, sem er átján ára, elti dráttarbílinn sem fór með ónýtan bílinn á ruslahauga, og nældi sér í hluta af þaki Porsche-bifreiðarinnar.
Hann verður sennilega ákærður fyrir þjófnað og að eiga við sönnunargögn.
