Suzuki hættir framleiðslu Kizashi Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2013 09:20 Suzuki Kizashi Einn af ágætum bílum sem japanski bílaframleiðandinn Suzuki framleiðir er fullvaxni fjölskyldubíllinn Kizashi. Bílarýnar hefur líkað þessi bíll vel, enda bæði fallegur og með mjög góða akstureiginleika. Það dugar þó ekki alltaf til. Suzuki er þekkt fyrir framleiðslu smærri bíla og jepplinga og því hafa viðskiptavinirnir ekki beint hópast til Suzuki til að kaupa stærri gerðina af fólksbíl. Þetta er dálítið grátleg staðreynd í ljósi þess hversu góður bíllinn er, en svona virka víst markaðslögmálin. Ef framleiðandi er ekki þekktur fyrir að framleiða einhverja ákveðna vöru flykkjast kaupendurnir ekki að, hversu góð sem varan er. Vegna dræmrar sölu þessa bíls mun Suzuki, að sögn innanbúðarmanns ekki halda koma fram með nýja kynslóð þessa bíls og þá má búast við því að innan tíðar verði smíði hans alveg hætt. Suzuki framleiddi Kizashi ekki síst fyrir Bandaríkjamarkað, en þar seldist hann aldrei vel. Hann kom fyrst á markað þar árið 2009, en frá því ári til dagsins í dag hefur Suzuki aðeins selt rúmlega 20.000 eintök af honum þar. Það er örlítið minna en Toyota Camry og Honda Accord seljast á hverjum mánuði í Bandaríkjunum. Þessir bílar eru í sama stærðarflokki. Sömu sögu er að segja hérlendis, en Suzuki á Íslandi hefur boðið þennan bíl í nokkur ár, án teljandi sölu hans, þrátt fyrir gæði bílsins og ágætt verð. Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent
Einn af ágætum bílum sem japanski bílaframleiðandinn Suzuki framleiðir er fullvaxni fjölskyldubíllinn Kizashi. Bílarýnar hefur líkað þessi bíll vel, enda bæði fallegur og með mjög góða akstureiginleika. Það dugar þó ekki alltaf til. Suzuki er þekkt fyrir framleiðslu smærri bíla og jepplinga og því hafa viðskiptavinirnir ekki beint hópast til Suzuki til að kaupa stærri gerðina af fólksbíl. Þetta er dálítið grátleg staðreynd í ljósi þess hversu góður bíllinn er, en svona virka víst markaðslögmálin. Ef framleiðandi er ekki þekktur fyrir að framleiða einhverja ákveðna vöru flykkjast kaupendurnir ekki að, hversu góð sem varan er. Vegna dræmrar sölu þessa bíls mun Suzuki, að sögn innanbúðarmanns ekki halda koma fram með nýja kynslóð þessa bíls og þá má búast við því að innan tíðar verði smíði hans alveg hætt. Suzuki framleiddi Kizashi ekki síst fyrir Bandaríkjamarkað, en þar seldist hann aldrei vel. Hann kom fyrst á markað þar árið 2009, en frá því ári til dagsins í dag hefur Suzuki aðeins selt rúmlega 20.000 eintök af honum þar. Það er örlítið minna en Toyota Camry og Honda Accord seljast á hverjum mánuði í Bandaríkjunum. Þessir bílar eru í sama stærðarflokki. Sömu sögu er að segja hérlendis, en Suzuki á Íslandi hefur boðið þennan bíl í nokkur ár, án teljandi sölu hans, þrátt fyrir gæði bílsins og ágætt verð.
Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent