Lífið

Vin Diesel tjáir sig um dauða Paul Walker

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá skilaboðin sem Vin Diesel sendi látnum vini sínum.
Hér má sjá skilaboðin sem Vin Diesel sendi látnum vini sínum.
Leikarinn Vin Diesel hefur nú tjáð sig opinberlega í kjölfar fráfalls Paul Walker, sem lék með honum í kvikmyndaseríunni Fast and the Furious. „Ég vildi að þú gætir séð heiminn núna og þessu miklu áhrif sem þú hefur haft á hann, á okkur, á mig. Ég mun alltaf elska þig eins og bróðurinn sem þú varst mér,“ skrifaði Vin Diesel á Facebook síðu sína.

Vin Diesel fór á vettvang slyssins sem Walker lést í og notaði gjallarhorn til þess að ræða við viðstadda. Hann þakkaði þeim fyrir að mæta og sagðist vilja að Walker hefði upplifað þetta sérstaka augnablik og séð alla ástina sem honum er sýnd víðsvegar um heiminn. „Þetta mun lifa í minni mínu að eilífu. Ég vildi bara þakka ykkur fyrir. Þakka ykkur fyrir að koma hingað og sýna englinum á himnum hversu mikið þið kunnuð að meta hann.“

Vin Diesel og Paul Walker voru vinir frá því þeir léku saman í fyrstu Fast and the Furious myndinni árið 2001.

Lögreglan í Bandaríkjunum rannsakar nú slysið og hefur ekki útilokað að Walker og vinur hans sem ók bílnum hafi verið í kappakstri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×