Lífið

RZA semur lag tileinkað Paul Walker

RZA og Paul Walker/Samsett mynd
RZA og Paul Walker/Samsett mynd AFP/NordicPhotos
Aðfaranótt mánudags setti RZA, einn meðlima rapphljómsveitarinnar Wu-Tang, stöðuuppfærslu á Facebook síðu sína þar sem hann lýsti yfir sorg sinni vegna fráfalls vinar síns, Pauls Walker.

RZA útskýrði að eftir að hafa fengið fréttirnar af andláti Pauls hafi hann eytt nóttinni í að semja lag, Destiny Bends, til heiðurs Walker.

RZA rifjaði einnig upp fyrstu kynni þeirra Walkers, þegar þeir voru við tökur á kvikmyndinni Brick Mansions. 

„Milljónir manna kynnast listamönnum eða kvikmyndastjörnum í gegnum það sem þeir gera. Það eru hinsvegar fáir sem að kynnast fólkinu sjálfu,“ sagði RZA meðal annars.

Hann bætti við að eini hluturinn sem við getum ekki tekið eða gefið tilbaka sé tíminn. 

„Ég helgaði mínum tíma í að semja þetta lag með tveimur sonum mínum og nýjum vini, Will Wells, sem söng og flutti lagið fyrir mig. Við tileinkum lagið Paul Walker. Góðum manni. Við ætluðum að vinna meira saman í framtíðinni. En nú er annað uppi á teningnum,“ sagði RZA jafnframt.

Lagið fylgir hér að neðan.

Post by RZA.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×