Leikarinn var farþegi í Porsche-bifreið sem skall á tré og kviknaði í bílnum í kjölfarið. Walker lést við það ásamt bílstjóra bifreiðarinnar.
Walker hefur leikið í hinum gríðarlega vinsæla Fast and the Furious-myndaflokki, en meðal annarra kvikmynda hans eru Varsity Blues, Into the Blue, She's All That og Takers.
Sjöunda Fast and the Furious-myndin er í framleiðslu og leikur Walker í henni.
Post by Paul Walker.