Brúðkaupsbomba árið 2013 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2013 20:00 Mikið var um brúðkaup á árinu í stjörnuheimum en athygli vekur að 8. júní var vinsælasta dagsetningin fyrir þennan stóra dag hjá fræga fólkinu. Brúðkaupin voru jafn misjöfn og þau voru mörg – allt frá ævintýrabrúðkaupi i Disneylandi til afslappaðrar veislu með hlaðborði af djúpsteiktum kjúklingi og vöfflum. Fréttablaðið leit yfir árið og fékk að skyggnast inn í nokkur myndaalbúm stjarnanna.4. maí Leikkonan Keira Knightley giftist hljómborðsleikaranum James Righton í Provence í Frakklandi. Keira var klædd í Chanel frá toppi til táar og var fimmtíu gestum boðið í gleðina.26. maí Breaking Bad-stjarnan Aaron Paul gekk að eiga sína heittelskuðu, kvikmyndagerðarkonuna Lauren Parsekian, í Malibu í Kaliforníu. Þemað var einfaldlega París enda trúlofuðu þau sig þar árið 2011.1. júlí Söngkonan Avril Lavigne klæddist svörtum kjól frá Monique Lhuillier þegar hún gekk að eiga Nickelback-goðið Chad Kroeger í frönskum kastala. Dagsetningin var engin tilviljun því 1. júlí 2013 var eitt ár liðið frá þeirra fyrsta stefnumóti.8. júní Madeleine Svíaprinsessa fann ástina í örmum bankamannsins Christophers O‘Neill en þau giftu sig í Stokkhólmi. Um 470 gestir voru viðstaddir veisluna og prinsessan klæddist sérsaumuðum kjól frá Valentino.10. september Glamúrfyrirsætan Holly Madison gekk í það heilaga með Pasquale Rotella í Disneylandi. 150 vinir og ættingjar glöddust með parinu og var dóttir þeirra, Rainbow Aurora, heiðursgestur.31. ágúst Leikkonan Kate Bosworth gekk að eiga leikstjórann Michael Polish á búgarði í Montana. Kate klæddist tveimur kjólum frá Oscar de la Renta, öðrum í sjálfri athöfninni og hinum í veislunni.21. október Idol-stjarnan Kelly Clarkson giftist Brandon Blackstock í Tennessee og var svo mikil leynd yfir brúðkaupinu að fjölmiðlar fengu ekki veður af því fyrr en daginn eftir. Tæplega mánuði seinna tilkynnti Kelly að skötuhjúin ættu von á sínu fyrsta barni.7. september Stórleikarinn Patrick Stewart, 73ja ára, kvæntist söngkonunni Sunny Ozell, 35 ára, en það var leikarinn Sir Ian McKellan sem gaf þau saman. Sunny klæddist frönskum blúndukjól frá Temperley London og birti Patrick mynd af þeim á Twitter þegar þau voru búin að játast hvort öðru.12. október Leikkonan Rose McGowan sagði já við listamanninn Davey Detail í Los Angeles og klæddist unaðslegum kjól frá Monique Lhuillier. Sextíu gestir fögnuðu með hjónunum og boðið var upp á Suðurríkjahlaðborð, meðal annars djúpsteiktan kjúkling og vöfflur. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Mikið var um brúðkaup á árinu í stjörnuheimum en athygli vekur að 8. júní var vinsælasta dagsetningin fyrir þennan stóra dag hjá fræga fólkinu. Brúðkaupin voru jafn misjöfn og þau voru mörg – allt frá ævintýrabrúðkaupi i Disneylandi til afslappaðrar veislu með hlaðborði af djúpsteiktum kjúklingi og vöfflum. Fréttablaðið leit yfir árið og fékk að skyggnast inn í nokkur myndaalbúm stjarnanna.4. maí Leikkonan Keira Knightley giftist hljómborðsleikaranum James Righton í Provence í Frakklandi. Keira var klædd í Chanel frá toppi til táar og var fimmtíu gestum boðið í gleðina.26. maí Breaking Bad-stjarnan Aaron Paul gekk að eiga sína heittelskuðu, kvikmyndagerðarkonuna Lauren Parsekian, í Malibu í Kaliforníu. Þemað var einfaldlega París enda trúlofuðu þau sig þar árið 2011.1. júlí Söngkonan Avril Lavigne klæddist svörtum kjól frá Monique Lhuillier þegar hún gekk að eiga Nickelback-goðið Chad Kroeger í frönskum kastala. Dagsetningin var engin tilviljun því 1. júlí 2013 var eitt ár liðið frá þeirra fyrsta stefnumóti.8. júní Madeleine Svíaprinsessa fann ástina í örmum bankamannsins Christophers O‘Neill en þau giftu sig í Stokkhólmi. Um 470 gestir voru viðstaddir veisluna og prinsessan klæddist sérsaumuðum kjól frá Valentino.10. september Glamúrfyrirsætan Holly Madison gekk í það heilaga með Pasquale Rotella í Disneylandi. 150 vinir og ættingjar glöddust með parinu og var dóttir þeirra, Rainbow Aurora, heiðursgestur.31. ágúst Leikkonan Kate Bosworth gekk að eiga leikstjórann Michael Polish á búgarði í Montana. Kate klæddist tveimur kjólum frá Oscar de la Renta, öðrum í sjálfri athöfninni og hinum í veislunni.21. október Idol-stjarnan Kelly Clarkson giftist Brandon Blackstock í Tennessee og var svo mikil leynd yfir brúðkaupinu að fjölmiðlar fengu ekki veður af því fyrr en daginn eftir. Tæplega mánuði seinna tilkynnti Kelly að skötuhjúin ættu von á sínu fyrsta barni.7. september Stórleikarinn Patrick Stewart, 73ja ára, kvæntist söngkonunni Sunny Ozell, 35 ára, en það var leikarinn Sir Ian McKellan sem gaf þau saman. Sunny klæddist frönskum blúndukjól frá Temperley London og birti Patrick mynd af þeim á Twitter þegar þau voru búin að játast hvort öðru.12. október Leikkonan Rose McGowan sagði já við listamanninn Davey Detail í Los Angeles og klæddist unaðslegum kjól frá Monique Lhuillier. Sextíu gestir fögnuðu með hjónunum og boðið var upp á Suðurríkjahlaðborð, meðal annars djúpsteiktan kjúkling og vöfflur.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira