Sigríður Thorlacius bætir við aukatónleikum í kvöld Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. desember 2013 13:25 Sigríður Thorlacius Fréttablaðið/Daníel Uppselt er á jólatónleika Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar, en vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að bæta við aukatónleikum í kvöld klukkan 22.00, í Fríkirkjunni. Útgáfutónleikar Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar eru haldnir vegna útkomu plötunnar Jólakveðja. Platan inniheldur frumsamin lög eftir Guðmund Óskar Guðmundsson og Bjarna Frímann Bjarnason en textarnir eru sóttir í klassísk íslensk ljóðasöfn. „Textarnir spanna nokkuð langt tímabil, þeir elstu eiga rætur sínar að rekja til aldamótanna 1900 en þeir yngstu ná allt til árþúsundamótanna 2000. Þrátt fyrir það greina þeir allir frá hinum sanna boðskap jólanna og fanga þannig hlýjuna sem einkennir hátíðina,“ segir Sigríður um plötuna. Sigríður Thorlacius hefur á stuttum ferli skipað sér á sess með fremstu söngkonum þjóðarinnar. Hún hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2009 sem „Besta röddin.“ Jólakveðja er ekki fyrsta sólóbreiðskífa Sigríðar en árið 2009 kom út platan Á ljúflingshól, þar sem Sigríður söng lög bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasonar, ásamt hljómsveitinni Heiðurspiltar. „Við stefnum á notalega og hlýja kvöldstund í Fríkirkjunni þetta ágæta kvöld,“ segir Sigríður, en uppselt er á tónleikana kl. 20 og því var ákveðið að bæta við tónleikum kl. 22. „Þá geta þeir sem hafa áhyggjur af jólagjafa-innkaupum sinnt þeim og komið svo og slappað af með innkaupapokana sína í Fríkirkjunni,“ útskýrir Sigríður. Um upphitun á tónleikunum sér tríóið Hvíld og ró, en það er skipað þeim Snorra Helgasyni, Mr. Sillu og Gunnari Tynes úr Múm. „Tríóið mun leika frumsamin jólalög sem eru sérstaklega vel til þess fallin að koma áhorfendum strax í rétta jólaskapið,“ segir Sigríður að lokum. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Uppselt er á jólatónleika Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar, en vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að bæta við aukatónleikum í kvöld klukkan 22.00, í Fríkirkjunni. Útgáfutónleikar Sigríðar Thorlacius og hljómsveitar eru haldnir vegna útkomu plötunnar Jólakveðja. Platan inniheldur frumsamin lög eftir Guðmund Óskar Guðmundsson og Bjarna Frímann Bjarnason en textarnir eru sóttir í klassísk íslensk ljóðasöfn. „Textarnir spanna nokkuð langt tímabil, þeir elstu eiga rætur sínar að rekja til aldamótanna 1900 en þeir yngstu ná allt til árþúsundamótanna 2000. Þrátt fyrir það greina þeir allir frá hinum sanna boðskap jólanna og fanga þannig hlýjuna sem einkennir hátíðina,“ segir Sigríður um plötuna. Sigríður Thorlacius hefur á stuttum ferli skipað sér á sess með fremstu söngkonum þjóðarinnar. Hún hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2009 sem „Besta röddin.“ Jólakveðja er ekki fyrsta sólóbreiðskífa Sigríðar en árið 2009 kom út platan Á ljúflingshól, þar sem Sigríður söng lög bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasonar, ásamt hljómsveitinni Heiðurspiltar. „Við stefnum á notalega og hlýja kvöldstund í Fríkirkjunni þetta ágæta kvöld,“ segir Sigríður, en uppselt er á tónleikana kl. 20 og því var ákveðið að bæta við tónleikum kl. 22. „Þá geta þeir sem hafa áhyggjur af jólagjafa-innkaupum sinnt þeim og komið svo og slappað af með innkaupapokana sína í Fríkirkjunni,“ útskýrir Sigríður. Um upphitun á tónleikunum sér tríóið Hvíld og ró, en það er skipað þeim Snorra Helgasyni, Mr. Sillu og Gunnari Tynes úr Múm. „Tríóið mun leika frumsamin jólalög sem eru sérstaklega vel til þess fallin að koma áhorfendum strax í rétta jólaskapið,“ segir Sigríður að lokum.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira