Tíu matartrend ársins 2013 16. desember 2013 20:00 Andrew Simmern er sjónvarpsmaður, kokkur, kennari og matarrýnir. Hann stjórnar þættinum Bizarre Foods á sjónvarpsstöðinni Travel Channel og fer yfir matarárið sem er að líða.1. Cronut-borgarinn "Þetta er snilldarleg markaðsfræðikennsla sem ætti að vera kennd í öllum háskólum. Hér er réttur sem hefur verið eldaður á ýmsa vegu í hundruði ára. New York-kokkurinn Dominique Ansel fullkomnaði hann og nú eru þúsundir manna tilbúnar til að bíða í röð eftir Cronut-borgaranum."2. Filippseyskur matur "Kínverskur, japanskur, tælenskur, kóreskur og víetnamískur matur hefur glatt og vakið innblástur hjá veitingahúsagestum og nú er komið að filippseyskum mat."3. Steikt egg í öllu "Ég elska þetta og geri þetta oft heima. Þetta er það sem kokkar búa til sem snarl en nú er þetta orðið vinsælt og búið að ofgera því. Þetta er eins og The Gypsy Kings. Þeir voru svalir árið 1983 en ég drep þann sem er við græjurnar ef ég heyri Bombaleo einu sinni enn."4. Sriracha Hot-sósa "Þetta er ofmetnasta matvara síðustu tuttugu ára en markaðsherferðin er til fyrirmyndar. Það eru hundruðir "hot"-sósa sem mér finnst betri en ég vildi að ég ætti þetta fyrirtæki."5. Matarverkefni sem eru hópfjármögnuð "Þetta virkar, þetta er svalt og þetta skiptir máli."6. Grísk jógúrt "Ég háma þetta í mig. Ég hef alltaf hatað þunnu, bandarísku jógúrtina síðan ég heimsótti Austur-Evrópu á sjöunda áratugnum með föður mínum. Ég hámaði í mig þykka jógúrt og sneri aldrei til baka."7. Hækka lágmarkslaun "Punch Pizza, skyndibitastaður í Minneapolis og Saint Paul, sá til þess að allir nýir starfsmenn fengu tíu dollara á tímann. Svona fjárfesting í fólki er sniðug leið til að bæta efnahaginn."8. Ramen-borgarinn "Þessi réttur lýsir öllu sem er að í heiminum en fékk sínar fimmtán mínútur af frægð í sumar. Hver vill núðlubrauð? Það er hræðileg hugmynd. Segið það sem þið viljið um Cronut-borgarann og "hot"-sósuna - það bragðast allavega vel."9. Of mikil veiði "Eins og Greenpeace segir: Fiskarnir eiga ekki séns. Fiskarnir hverfa úr hafinu eftir þrjátíu ár nema við tökum erfiðar ákvarðanir og aukum fjölbreytileika í fæðuvali."10. Hátæknimatvara "Hampton Creek Foods bjó til egg sem eru ræktuð úr plöntu og nota þau í vegan majónes sem heitir Just Mayo. Það þarf litla orku til að rækta þessi egg, þau kosta minna og eru mjög næringarrík. Vitið til, Josh Tetrick, stofnandi Hampton Creek Foods, mun vinna Nóbelsverðlaunin einn daginn. Þið heyrðuð það hér fyrst." Fréttir ársins 2013 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Andrew Simmern er sjónvarpsmaður, kokkur, kennari og matarrýnir. Hann stjórnar þættinum Bizarre Foods á sjónvarpsstöðinni Travel Channel og fer yfir matarárið sem er að líða.1. Cronut-borgarinn "Þetta er snilldarleg markaðsfræðikennsla sem ætti að vera kennd í öllum háskólum. Hér er réttur sem hefur verið eldaður á ýmsa vegu í hundruði ára. New York-kokkurinn Dominique Ansel fullkomnaði hann og nú eru þúsundir manna tilbúnar til að bíða í röð eftir Cronut-borgaranum."2. Filippseyskur matur "Kínverskur, japanskur, tælenskur, kóreskur og víetnamískur matur hefur glatt og vakið innblástur hjá veitingahúsagestum og nú er komið að filippseyskum mat."3. Steikt egg í öllu "Ég elska þetta og geri þetta oft heima. Þetta er það sem kokkar búa til sem snarl en nú er þetta orðið vinsælt og búið að ofgera því. Þetta er eins og The Gypsy Kings. Þeir voru svalir árið 1983 en ég drep þann sem er við græjurnar ef ég heyri Bombaleo einu sinni enn."4. Sriracha Hot-sósa "Þetta er ofmetnasta matvara síðustu tuttugu ára en markaðsherferðin er til fyrirmyndar. Það eru hundruðir "hot"-sósa sem mér finnst betri en ég vildi að ég ætti þetta fyrirtæki."5. Matarverkefni sem eru hópfjármögnuð "Þetta virkar, þetta er svalt og þetta skiptir máli."6. Grísk jógúrt "Ég háma þetta í mig. Ég hef alltaf hatað þunnu, bandarísku jógúrtina síðan ég heimsótti Austur-Evrópu á sjöunda áratugnum með föður mínum. Ég hámaði í mig þykka jógúrt og sneri aldrei til baka."7. Hækka lágmarkslaun "Punch Pizza, skyndibitastaður í Minneapolis og Saint Paul, sá til þess að allir nýir starfsmenn fengu tíu dollara á tímann. Svona fjárfesting í fólki er sniðug leið til að bæta efnahaginn."8. Ramen-borgarinn "Þessi réttur lýsir öllu sem er að í heiminum en fékk sínar fimmtán mínútur af frægð í sumar. Hver vill núðlubrauð? Það er hræðileg hugmynd. Segið það sem þið viljið um Cronut-borgarann og "hot"-sósuna - það bragðast allavega vel."9. Of mikil veiði "Eins og Greenpeace segir: Fiskarnir eiga ekki séns. Fiskarnir hverfa úr hafinu eftir þrjátíu ár nema við tökum erfiðar ákvarðanir og aukum fjölbreytileika í fæðuvali."10. Hátæknimatvara "Hampton Creek Foods bjó til egg sem eru ræktuð úr plöntu og nota þau í vegan majónes sem heitir Just Mayo. Það þarf litla orku til að rækta þessi egg, þau kosta minna og eru mjög næringarrík. Vitið til, Josh Tetrick, stofnandi Hampton Creek Foods, mun vinna Nóbelsverðlaunin einn daginn. Þið heyrðuð það hér fyrst."
Fréttir ársins 2013 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira