GM selur bréf sín í PSA Peugeot Citroën Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2013 10:30 Brátt á GM ekkert í PSA. Þessi vika hefur aldeilis verið söguleg hjá General Motors. Þeir réð nýjan forstjóra, kraftkonuna Mary Barra, tilkynntu um brotthvarf Chevrolet í Evrópu og framleiðslu bíla í Astralíu og eru nú að selja sinn 7% hlut í PSA Peugeot Citroën. GM og PSA munu samt eiga í samstarfi við þróun undirvagna í bíla sína. Mun það eiga við MPV og Crossover bíla fyrirtækjanna og jafnvel fleiri bíla. Áætlanir um sameiginlega þróun undirvagna fyrir bíla í B-stærðparflokki hefur hinsvegar verið hætt, sem og þróun lítilla bílvéla. Fyrirtækin ætla áfram að eiga í samstarfi um sameiginleg innkaup íhluta. Hlutir GM í PSA Peugeot Citroën er 28,84 milljón hluta og vonast GM til að fá 500 milljónir dala fyrir þennan hlut, en GM keypti þennan hlut fyrir 22 mánuðum síðan á 400 milljónir dala. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent
Þessi vika hefur aldeilis verið söguleg hjá General Motors. Þeir réð nýjan forstjóra, kraftkonuna Mary Barra, tilkynntu um brotthvarf Chevrolet í Evrópu og framleiðslu bíla í Astralíu og eru nú að selja sinn 7% hlut í PSA Peugeot Citroën. GM og PSA munu samt eiga í samstarfi við þróun undirvagna í bíla sína. Mun það eiga við MPV og Crossover bíla fyrirtækjanna og jafnvel fleiri bíla. Áætlanir um sameiginlega þróun undirvagna fyrir bíla í B-stærðparflokki hefur hinsvegar verið hætt, sem og þróun lítilla bílvéla. Fyrirtækin ætla áfram að eiga í samstarfi um sameiginleg innkaup íhluta. Hlutir GM í PSA Peugeot Citroën er 28,84 milljón hluta og vonast GM til að fá 500 milljónir dala fyrir þennan hlut, en GM keypti þennan hlut fyrir 22 mánuðum síðan á 400 milljónir dala.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent