Volvo sýnir XC Coupe í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2013 08:45 Volvo stal senunni með tilraunabílnum Volvo Concept Coupe á bílasýningunni í Frankfurt fyrr á árinu og vonandi fer sá bíll í framleiðslu sem líkastur honum. Hann var af mörgum kjörinn fallegasti nýi bíll sýningarinnar. Volvo Concept Coupe er stór fólksbíll, en á næstu bílasýningu, sem hefst í Detroit í Bandaríkjunum 13. janúar ætlar Volvo að sýna nýjan tilraunabíl sem virðist liggja á milli hins nýja XC90 jeppa og Concept Coupe bílnum. Sem afkvæmi þeirra beggja má kalla þennan bíl jeppling. Hann virðist nokkuð spennandi bíll í útliti ef marka má myndskeiðið sem hér fylgir og Volvo hefur opinberað til að vekja athygli á bílnum. Ekki fylgir sögunni hvað verður undir húddinu á þessum bíl, en það kemur í ljós í Detroit í næsta mánuði. Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent
Volvo stal senunni með tilraunabílnum Volvo Concept Coupe á bílasýningunni í Frankfurt fyrr á árinu og vonandi fer sá bíll í framleiðslu sem líkastur honum. Hann var af mörgum kjörinn fallegasti nýi bíll sýningarinnar. Volvo Concept Coupe er stór fólksbíll, en á næstu bílasýningu, sem hefst í Detroit í Bandaríkjunum 13. janúar ætlar Volvo að sýna nýjan tilraunabíl sem virðist liggja á milli hins nýja XC90 jeppa og Concept Coupe bílnum. Sem afkvæmi þeirra beggja má kalla þennan bíl jeppling. Hann virðist nokkuð spennandi bíll í útliti ef marka má myndskeiðið sem hér fylgir og Volvo hefur opinberað til að vekja athygli á bílnum. Ekki fylgir sögunni hvað verður undir húddinu á þessum bíl, en það kemur í ljós í Detroit í næsta mánuði.
Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent