Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Kristján Már Unnarsson skrifar 27. desember 2013 14:21 Leitarsvæðið er beint norður af Íslandi. Rúni M. Hansen er framkvæmdastjóri Statoil yfir Grænlandi og Færeyjum. Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. Statoil er rekstraraðili í einu af þremur sérleyfunum, með 52,5% hlut, bandaríska félagið ConocoPhillips er með 35% og grænlenska félagið Nunaoil er með 12,5%. Færeyingurinn Rúni M. Hansen er einn af framkvæmdastjórum Statoil og fer með svæðisstjórn yfir starfsemi félagsins á Grænlandi og í Færeyjum. Hann segir í yfirlýsingu að Statoil hafi verið til staðar á Grænlandi frá því fyrir 1990 og stöðugt verið að byggja upp reynslu og þekkingu. „Við nálgumst Norðurslóðir í þrepum og byggjum á yfir 30 ára reynslu við erfiðar aðstæður á norska landgrunninu og öðrum norðlægum svæðum. Að bæta þessu leyfi við er liður í langtímaáætlun okkar í að koma okkur fyrir á heimskautasvæðum og þróa nýja tækni sem er nauðsynleg fyrir starfsemi á grundvelli þessa leyfis,“ segir Rúni Hansen. Sérleyfið við Austur-Grænland er til sextán ára. Statoil segir að byrjað verði á hljóðbylgjumælingum og frekari ákvarðanir verði byggðar á grundvelli þeirra. Fyrirtækið hefur áður borað grunnar rannsóknarholur á svæðinu og stundað aðrar vísindarannsóknir þar til að átta sig á aðstæðum. „Við viðurkennum að þetta er erfitt svæði, en það býður einnig upp á mikil tækifæri. Og við trúum því að auðlindir Norðurslóða muni í framtíðinni verða mikilvægar til að mæta orkuþörf heimsins. Fyrir leiðandi fyrirtæki er þetta sérleyfi langtímaverkefni fyrir Statoil og félagið mun nálgast það í þrepum og ekki fara hraðar en tæknin leyfir,“ segir Statoil-stjórinn Rúni Hansen. Á tíunda áratug síðustu aldar boraði Statoil rannsóknarbrunn undan vesturströnd Grænlands en afsalaði sér leyfinu árið 2002. Statoil er einnig aðili að þremur öðrum leyfum við Vestur-Grænland. Jafnframt er fyrirtækið með starfsemi á heimskautasvæðum í lögsögu Noregs, Rússlands, Bandaríkjanna og Kanada. Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. Statoil er rekstraraðili í einu af þremur sérleyfunum, með 52,5% hlut, bandaríska félagið ConocoPhillips er með 35% og grænlenska félagið Nunaoil er með 12,5%. Færeyingurinn Rúni M. Hansen er einn af framkvæmdastjórum Statoil og fer með svæðisstjórn yfir starfsemi félagsins á Grænlandi og í Færeyjum. Hann segir í yfirlýsingu að Statoil hafi verið til staðar á Grænlandi frá því fyrir 1990 og stöðugt verið að byggja upp reynslu og þekkingu. „Við nálgumst Norðurslóðir í þrepum og byggjum á yfir 30 ára reynslu við erfiðar aðstæður á norska landgrunninu og öðrum norðlægum svæðum. Að bæta þessu leyfi við er liður í langtímaáætlun okkar í að koma okkur fyrir á heimskautasvæðum og þróa nýja tækni sem er nauðsynleg fyrir starfsemi á grundvelli þessa leyfis,“ segir Rúni Hansen. Sérleyfið við Austur-Grænland er til sextán ára. Statoil segir að byrjað verði á hljóðbylgjumælingum og frekari ákvarðanir verði byggðar á grundvelli þeirra. Fyrirtækið hefur áður borað grunnar rannsóknarholur á svæðinu og stundað aðrar vísindarannsóknir þar til að átta sig á aðstæðum. „Við viðurkennum að þetta er erfitt svæði, en það býður einnig upp á mikil tækifæri. Og við trúum því að auðlindir Norðurslóða muni í framtíðinni verða mikilvægar til að mæta orkuþörf heimsins. Fyrir leiðandi fyrirtæki er þetta sérleyfi langtímaverkefni fyrir Statoil og félagið mun nálgast það í þrepum og ekki fara hraðar en tæknin leyfir,“ segir Statoil-stjórinn Rúni Hansen. Á tíunda áratug síðustu aldar boraði Statoil rannsóknarbrunn undan vesturströnd Grænlands en afsalaði sér leyfinu árið 2002. Statoil er einnig aðili að þremur öðrum leyfum við Vestur-Grænland. Jafnframt er fyrirtækið með starfsemi á heimskautasvæðum í lögsögu Noregs, Rússlands, Bandaríkjanna og Kanada.
Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52