Lífið

Ásgeir Trausti á eina bestu þynnkuplötu ársins

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fréttablaðið/Valli
Vefsíðan GIGWISE tekur saman lista yfir rólegustu plötur ársins, þær plötur sem aðstandendur síðunnar telja bestar þegar barist er við timburmenn.

Ásgeir Trausti og platan Dýrð í dauðaþögn kemst á listann og er umsögnin um plötuna vægast sagt góð.

"Enginn gerir það betur. Með það meinum við róandi hljóð sem Sigur Rós hefur stúderað algjörlega. Fyrsta plata Ásgeirs hefur verið þýdd á ensku fyrir útgáfu í Bretlandi en upprunalega útgáfan er nú þegar fullkomin. Róandi tónar blandaðir við elektróník, tvær paracetemol, lúr og risastóra pítsu," er skrifað um plötuna.

Aðrir listamenn sem ná á listann eru til dæmis Boards of Canada, Darkside og Hybrid Minds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×