Fjármögnun Kung fu-myndar fer hratt af stað á Kickstarter Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. desember 2013 14:42 Kynningarstikla Kung fu-myndarinnar Kung Fury fer nú eins og eldur í sinu um netheima en fjármögnun myndarinnar fer fram á vefsíðunni Kickstarter. Leikstjórinn David Sandberg og félagar hans sögðu í upphafi hópfjármögnunarinnar að ef þeir næðu að safna 200 þúsund dölum myndu þeir gera hálftíma útgáfu af myndinni og dreifa henni frítt á internetinu. Ef þeir ná hins vegar að safna einni milljón dala stendur til að finna dreifingaraðila og gera myndina í fullri lengd. Stiklan er mikilfengleg og ljóst er að myndin verður hlaðin spennu og góðu gríni að hætti níunda áratugarins. Segir hún frá ungri löggu sem leggur stund á Kung fu-bardagalistina. Hann verður að ferðast aftur í tímann og sigra mesta Kung fu-bardagamann allra tíma, Adolf Hitler. Söfnunin fer vel af stað og á aðeins fjórum dögum hafa safnast tæplega 350 þúsund dalir. Hefur Sandberg, sem er 28 ára gamall leikstjóri búsettur í Svíþjóð, því náð fyrra markmiði sínu og gott betur.Andi 9. áratugarins svífur yfir vötnum í stiklunni.Ef milljón dalir safnast verður Kung Fury gerð í fullri lengd.Kung fu-löggan ferðast aftur í tímann.Í Kung Fury er Adolf Hitler mesti Kung fu-bardagamaður allra tíma. Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kynningarstikla Kung fu-myndarinnar Kung Fury fer nú eins og eldur í sinu um netheima en fjármögnun myndarinnar fer fram á vefsíðunni Kickstarter. Leikstjórinn David Sandberg og félagar hans sögðu í upphafi hópfjármögnunarinnar að ef þeir næðu að safna 200 þúsund dölum myndu þeir gera hálftíma útgáfu af myndinni og dreifa henni frítt á internetinu. Ef þeir ná hins vegar að safna einni milljón dala stendur til að finna dreifingaraðila og gera myndina í fullri lengd. Stiklan er mikilfengleg og ljóst er að myndin verður hlaðin spennu og góðu gríni að hætti níunda áratugarins. Segir hún frá ungri löggu sem leggur stund á Kung fu-bardagalistina. Hann verður að ferðast aftur í tímann og sigra mesta Kung fu-bardagamann allra tíma, Adolf Hitler. Söfnunin fer vel af stað og á aðeins fjórum dögum hafa safnast tæplega 350 þúsund dalir. Hefur Sandberg, sem er 28 ára gamall leikstjóri búsettur í Svíþjóð, því náð fyrra markmiði sínu og gott betur.Andi 9. áratugarins svífur yfir vötnum í stiklunni.Ef milljón dalir safnast verður Kung Fury gerð í fullri lengd.Kung fu-löggan ferðast aftur í tímann.Í Kung Fury er Adolf Hitler mesti Kung fu-bardagamaður allra tíma.
Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira