Bíó og sjónvarp

Anthony Hopkins heldur ekki vatni yfir Breaking Bad

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hopkins tók Breaking Bad í nefið á tveimur vikum.
Hopkins tók Breaking Bad í nefið á tveimur vikum.
Breski leikarinn Anthony Hopkins heldur vart vatni yfir sjónvarpsþáttunum Breaking Bad og sendi Bryan Cranston, framleiðanda og aðalleikara þáttanna, bréf þar sem hann eys lofi yfir hann og aðra leikara þáttanna.

„Frammistaða þín í hlutverki Walter White er sú besta sem ég hef séð,“ sagði Hopkins í bréfinu og líkti þáttunum við verk Shakespeares og gríska harmleiki. Hann sagðist hafa horft á allar seríurnar fimm á tveimur vikum, en talið saman eru það rétt rúmlega tveir sólarhringar af efni.

Þá sagði hann listrænan metnað þáttanna auka trú sína á afþreyingariðnaðinum og sagði alla leikara hafa verið stórkostlega.

„Hvernig framleiðendum, leikstjórum, handritshöfundum, leikurum og fleirum tókst að halda aga og stjórn á verkefninu frá upphafi til enda er hreint ótrúlegt.“

Bréf Hopkins í heild sinni má lesa á vefsíðu Yahoo Movies.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.