Bílamarkaður Evrópu þarf 5-6 ár til að jafna sig Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2013 15:15 Stephen Odell forstjóri Ford í Evrópu Forstjóri Ford í Evrópu segir líklegt að það þurfi heil 5 til 6 ár fyrir bílamarkaðinn að jafna sig í álfunni. Bílamarkaðurinn hefur farið minnkandi nú nokkur ár í röð en forstjórinn telur teikn á lofti um að sú þróun muni stöðvast seint á þessu ári og það gæti þá þýtt eitthvað aukna sölu bíla á næsta ári. Spá forstjórans, Stephen Odell, um heildarsölu bíla í Evrópu hefur ekki breyst fyrir þetta ár, þ.e. 13,5 milljón bílar. Það er ansi langt frá sölutölunum frá árinu 2007 en þá seldust 18 milljón bílar. Minnkunin frá þeim tíma er 25%. Odell telur því að þeirri sölutölu verði aftur náð rétt fyrir enda þessa áratugar. Ford gerir ráð fyrir að tapa 216 milljöðrum króna á rekstri sínum í Evrópu í ár. Í október í fyrra upplýsti Ford að það ætlaði að fækka starfsfólki um 6.200 á álfunni og loka einum 3 verksmiðjum þar áður en árið 2014 verður liðið. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent
Forstjóri Ford í Evrópu segir líklegt að það þurfi heil 5 til 6 ár fyrir bílamarkaðinn að jafna sig í álfunni. Bílamarkaðurinn hefur farið minnkandi nú nokkur ár í röð en forstjórinn telur teikn á lofti um að sú þróun muni stöðvast seint á þessu ári og það gæti þá þýtt eitthvað aukna sölu bíla á næsta ári. Spá forstjórans, Stephen Odell, um heildarsölu bíla í Evrópu hefur ekki breyst fyrir þetta ár, þ.e. 13,5 milljón bílar. Það er ansi langt frá sölutölunum frá árinu 2007 en þá seldust 18 milljón bílar. Minnkunin frá þeim tíma er 25%. Odell telur því að þeirri sölutölu verði aftur náð rétt fyrir enda þessa áratugar. Ford gerir ráð fyrir að tapa 216 milljöðrum króna á rekstri sínum í Evrópu í ár. Í október í fyrra upplýsti Ford að það ætlaði að fækka starfsfólki um 6.200 á álfunni og loka einum 3 verksmiðjum þar áður en árið 2014 verður liðið.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent