Bílamarkaður Evrópu þarf 5-6 ár til að jafna sig Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2013 15:15 Stephen Odell forstjóri Ford í Evrópu Forstjóri Ford í Evrópu segir líklegt að það þurfi heil 5 til 6 ár fyrir bílamarkaðinn að jafna sig í álfunni. Bílamarkaðurinn hefur farið minnkandi nú nokkur ár í röð en forstjórinn telur teikn á lofti um að sú þróun muni stöðvast seint á þessu ári og það gæti þá þýtt eitthvað aukna sölu bíla á næsta ári. Spá forstjórans, Stephen Odell, um heildarsölu bíla í Evrópu hefur ekki breyst fyrir þetta ár, þ.e. 13,5 milljón bílar. Það er ansi langt frá sölutölunum frá árinu 2007 en þá seldust 18 milljón bílar. Minnkunin frá þeim tíma er 25%. Odell telur því að þeirri sölutölu verði aftur náð rétt fyrir enda þessa áratugar. Ford gerir ráð fyrir að tapa 216 milljöðrum króna á rekstri sínum í Evrópu í ár. Í október í fyrra upplýsti Ford að það ætlaði að fækka starfsfólki um 6.200 á álfunni og loka einum 3 verksmiðjum þar áður en árið 2014 verður liðið. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Forstjóri Ford í Evrópu segir líklegt að það þurfi heil 5 til 6 ár fyrir bílamarkaðinn að jafna sig í álfunni. Bílamarkaðurinn hefur farið minnkandi nú nokkur ár í röð en forstjórinn telur teikn á lofti um að sú þróun muni stöðvast seint á þessu ári og það gæti þá þýtt eitthvað aukna sölu bíla á næsta ári. Spá forstjórans, Stephen Odell, um heildarsölu bíla í Evrópu hefur ekki breyst fyrir þetta ár, þ.e. 13,5 milljón bílar. Það er ansi langt frá sölutölunum frá árinu 2007 en þá seldust 18 milljón bílar. Minnkunin frá þeim tíma er 25%. Odell telur því að þeirri sölutölu verði aftur náð rétt fyrir enda þessa áratugar. Ford gerir ráð fyrir að tapa 216 milljöðrum króna á rekstri sínum í Evrópu í ár. Í október í fyrra upplýsti Ford að það ætlaði að fækka starfsfólki um 6.200 á álfunni og loka einum 3 verksmiðjum þar áður en árið 2014 verður liðið.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent