Íslenski boltinn

Fá bikarinn afhentan gegn Blikum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stjörnustelpur voru eldhressar í Garðabænum í gærkvöldi.
Stjörnustelpur voru eldhressar í Garðabænum í gærkvöldi. Mynd/Daníel
Stjarnan tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með 4-0 sigri á Val í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Stjarnan hefur unnið alla leiki sína í sumar og leikmenn liðsins fögnuðu sigrinum vel í leikslok í gær. Garðbæingar þurfa þó að bíða í þrjár vikur eftir því að lyfta bikarnum.

Stjarnan mætir grönnum sínum og nýkrýndum bikarmeisturum í Breiðabliki þann 16. september á Samsung-vellinum. Þá mun Ásgerður Stefanía Baldursdóttir veita bikarnum viðtöku.

Titillinn er sá þriðji á þremur árum hjá Stjörnunni. Liðið var meistari árið 2011, bikarmeistari í fyrra og nú er meistaratitillinn á leið aftur í verðlaunaskápinn í Garðabæ.

Umfjöllun og viðtöl frá leiknum í Garðabæ í gær má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×