Hrollvekjur, fjöldamorð og flugvélar 29. ágúst 2013 07:00 Teiknimyndin Flugvélar verður frumsýnd á föstudaginn. Þrjá myndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsum föstudaginn 30. ágúst. Má þar fyrst nefna teiknimyndina Flugvélar, eða Planes líkt og hún heitir á ensku. Myndin fjallar um Dusty, litla flugvél sem dreymir um að taka þátt í flugkeppni. Eina vandamálið er að hann er lofthræddur. Þá verður heimildarmyndin The Act of Killing einnig sýnd. Myndin fylgist með fyrrverandi foringja dauðasveita í Indónesíu setja á svið fjöldamorð sem þeir frömdu á sjöunda áratug síðustu aldar. Atriðin endurleika þeir í þeim kvikmyndastílum sem þeir óska sér, þar á meðal í klassískum Hollywood-glæpastíl og í stórbrotnum söngleikjastíl. Hrollvekjan The Conjuring er einnig frumsýnd í vikunni. Myndin er í leikstjórn James Wan, þess sama og leikstýrði Saw, Dead Silence og Insidious. Sagan er byggð á einni af frásögnum hjónanna Ed og Lorraine Warren, en þau voru þekkt fyrir að rannsaka atvik sem grunur lék á að væru af yfirskilvitlegum toga, þar á meðal hið þekkta Amityville mál. Að lokum má nefna myndina Hross í oss. Kvikmyndin er eftir Benedikt Erlingsson og er grimm sveitarómantík um manninn í hrossinu og hrossið í manninum. Örlagasögur af fólki í sveit eru sagðar frá sjónarhorni hestsins þar sem ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þrjá myndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsum föstudaginn 30. ágúst. Má þar fyrst nefna teiknimyndina Flugvélar, eða Planes líkt og hún heitir á ensku. Myndin fjallar um Dusty, litla flugvél sem dreymir um að taka þátt í flugkeppni. Eina vandamálið er að hann er lofthræddur. Þá verður heimildarmyndin The Act of Killing einnig sýnd. Myndin fylgist með fyrrverandi foringja dauðasveita í Indónesíu setja á svið fjöldamorð sem þeir frömdu á sjöunda áratug síðustu aldar. Atriðin endurleika þeir í þeim kvikmyndastílum sem þeir óska sér, þar á meðal í klassískum Hollywood-glæpastíl og í stórbrotnum söngleikjastíl. Hrollvekjan The Conjuring er einnig frumsýnd í vikunni. Myndin er í leikstjórn James Wan, þess sama og leikstýrði Saw, Dead Silence og Insidious. Sagan er byggð á einni af frásögnum hjónanna Ed og Lorraine Warren, en þau voru þekkt fyrir að rannsaka atvik sem grunur lék á að væru af yfirskilvitlegum toga, þar á meðal hið þekkta Amityville mál. Að lokum má nefna myndina Hross í oss. Kvikmyndin er eftir Benedikt Erlingsson og er grimm sveitarómantík um manninn í hrossinu og hrossið í manninum. Örlagasögur af fólki í sveit eru sagðar frá sjónarhorni hestsins þar sem ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein