Íslenski boltinn

Botnlanginn sprakk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anna Garðarsdóttir birti þessa mynd af sér á spítalanum á Instagram.
Anna Garðarsdóttir birti þessa mynd af sér á spítalanum á Instagram. Mynd/Instagram

Anna Garðarsdóttir, leikmaður Selfoss í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, lagðist inn á spítala í gær þar sem botnlangi hennar sprakk.

Anna birtir mynd af sér á spítalanum en reikna má með því að botnlangi hennar hafi verið fjarlægður eins og alla jafna er gert þegar hann springur.

Anna hefur glímt við bakmeiðsli og var utan hóps í 2-1 sigri Selfoss á FH í 2. umferðinni af þeim sökum. Hún kom inn á sem varamaður undir lokin í 2-0 sigrinum á Þrótti í fyrstu umferðinni.

„Það verður einhver seinkun á the comeback hjá AG10 en botnlanginn í henni sprakk í gær. Bakið orðið gott samt þannig að við erum að tala um nokkra daga í viðbót. Bíðið rólegir krakkar mínir. #selfosskvk2013“

Selfoss er með fullt hús stiga að loknum tveimur umferðum í Pepsi-deildinni. Liðið tekur á móti Aftureldingu í dag klukkan 14.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×