Körfubolti

Njarðvík vann í framlengdum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Njarðvík vann nauman sigur á Tindastóli, 103-98, í æsispennandi leik á Sauðárkróki í kvöld.

Stólarnir byrjuðu betur og höfðu forystu eftir fyrri hálfleik, 51-46. Það var minna skorað í seinni hálfleik og Njarðvík jafnaði leikinn í fjórða leikhluta.

Bæði lið fengu tækifæri til að komast yfir á lokamínútu leiksins en að lokum þurfti að grípa til framlengingar.

Ungu mennirnir Elvar Már Friðriksson og Maciej Baginski komu sterkir inn í framlengingunni. Baginski skoraði mikilvægan þrist og Elvar jók muninn í fimm stig í næstu sókn.

Tindastóll náði ekki að jafna leikinn eftir þetta en Helgi Freyr Margeirsson minnkaði muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu þegar fjórtán sekúndur voru eftir.

En Njarðvík fékk tækifæri eftir það til að klára leikinn á vítalínunni, sem og liðið gerði. Drew Gibson klikkaði á þriggja stiga skoti í lokasókn heimamanna og úrslitin þar með ljós.

Nigel Moore skoraði 32 stig fyrir Njarðvík og Elvar Már 22 stig. Gibson skoraði 25 stig fyrir Tindastól og George Valentine 22.

Tindastóll - Njarðvík 103-98 (51-46)

Tindastóll: Drew Gibson 25/16 stoðsendingar, George Valentine 22/16 fráköst, Svavar Atli Birgisson 14/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 11/7 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 10, Hreinn Gunnar Birgisson 7/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 3.

Njarðvík: Nigel Moore 32/11 fráköst/6 stolnir, Elvar Már Friðriksson 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ágúst Orrason 13, Marcus Van 12/13 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 7, Friðrik E. Stefánsson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Óli Ragnar Alexandersson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×