Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍR 23-26 | Nýliðarnir í úrslitakeppnina Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2013 15:18 Mynd/Vilhelm ÍR-ingar bókuðu sæti sitt í úrslitakeppninni með þriggja marka sigri á Frömurum í Safamýrinni í kvöld. Spenna var allt fram á lokasekúndur leiksins þegar ÍR-ingar náðu að tryggja sigurinn. Fyrir leikinn sátu Framarar í þriðja sæti á meðan ÍR-ingar sátu í því fjórða. Gestirnir úr Breiðholtinu vissu að stig myndi duga til að gulltryggja sæti þeirra í úrslitakeppninni á meðan heimamenn vissu að sigur eða tap skipti ekki öllu, þriðja sætið væri þeirra. Í upphafi leiks var jafnræði með liðunum og náðu ungir leikmenn Framara að halda vel í gestina. Í stöðunni 6-4 vöknuðu ÍR-ingar hinsvegar til lífsins og unnu þeir það sem eftir leið hálfleiksins 8-3 og fóru með 3 marka forskot í hálfleik, 12-9. Það var allt annað að sjá til heimamanna í upphafi seinni hálfleiks, þeir byrjuðu á 5-1 rispu og voru komnir með forskotið þegar fimm mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Við það virtust ÍR-ingar vakna aftur til lífsins og skiptust liðin á forskotinu allt fram að lokasekúndum leiksins þegar góður kafli ÍR-inga kláraði leikinn. Leiknum lauk með þriggja marka sigri ÍR og eru bæði liðin því á leið í úrslitakeppnina. ÍR-ingar sem eru nýliðar í deildinni geta verið ánægðir með frammistöðu sína í vetur en þeir eru ríkjandi bikarmeistarar og mæta Haukum í undanúrslitum í úrslitakeppninni á meðan Framarar mæta FH-ingum. Í liði Framara var Róbert Aron Hostert markahæstur með 6 mörk og bætti Stefán Darri Þórsson við 4 mörkum. Í liði ÍR var Björgvin Hólmgeirsson atkvæðamestur með 9 mörk ásamt því að Sturla Ásgeirsson, Davíð Georgsson og Guðni Már Kristinsson skoruðu 5 mörk hver. Bjarki: Þurftum að hafa fyrir þessu„Við ætluðum okkur í úrslitakeppnina og við komumst í hana en við þurftum að hafa fyrir því í dag,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Þetta var hörkuleikur, það voru mörg mistök hjá báðum liðum og mér fannst við ekki vera að spila okkar besta leik,“ Skilaboðin fyrir kvöldið voru einföld fyrir ÍR-inga, jafntefli eða sigur í leiknum gulltryggði sæti í úrslitakeppninni. „Framarar eru með vel mannað lið og þeir gáfu okkur hörku leik hér í dag. Þótt að Siggi og Jói hafi ekki verið með í kvöld þá komu ungir og graðir strákar inn sem vildu sanna sig og þeir gerðu það vel í dag,“ „Við fórum með ágætis forskot inn í hálfleik en það var eins og við mættum ekki inn í seinni hálfleikinn. Við gerðum allt of mikið af tæknifeilum og við það komust Framarar á lagið og við byrjuðum að elta þá. Við náum ekki að tryggja sigurinn fyrr en á lokasekúndunum.“ ÍR-ingar eru nýliðar í deildinni en komust í úrslitakeppnina auk þess sem þeir unnu bikarmeistaratitilinn á fyrsta tímabili sínu í N1-deildinni. „Þetta er virkilega sætt fyrir félagið envið berum þess bót. Við erum með þrjá leikmenn meidda eftir þetta en við fáum núna ágætis tíma sem við getum vonandi nýtt vel.“ „Við settum okkur markmið fyrir mót að ná fjórða sætinu og við náðum því sem er auðvitað frábært. Við höfum aðeins fengið fimm stig á útivelli sem er auðvitað eitthvað sem við ætluðum að gera betur en það er gott að klára seinasta leikinn,“ sagði Bjarki. Einar: Ungu strákarnir stóðu sig vel„Við vorum í góðri stöðu að vinna þetta, einum fleiri þegar lítið er eftir. Við gefum aðeins eftir þá og töpum leiknum fyrir vikið,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Þetta datt svolítið fyrir þá á lokamínútunum þegar við vorum klaufar og skipti það sköpum en þetta var hörkuleikur allar 60 mínúturnar,“ Einar hvíldi nokkra leikmenn í leiknum og gaf ungum leikmönnum stórar mínútur sem stóðu sig vel. „Sumir voru ekki leikhæfir og ungu strákarnir stóðu sig vel í dag, sérstaklega Stefán Darri. Hann hefur verið að spila mikið með okkur í vetur og leyst það vel og leysti stöðuna sína vel í dag.“ „Það stefnir allt í það að Óli verði í banni fyrir að sparka í bolta eftir síðasta leik, ég vona að það sé í lagi með boltann og hann sé ekki sprunginn eða laskaður. Við þurftum að prófa nýja leikmenn í hægra hornið sem stóðu sig vel í dag.“ Þrátt fyrir að vera undir í hálfleik gáfu Framarar allt í seinni hálfleikinn og var spenna allt fram á lokasekúndurnar. „Það er flottur karakter í liðinu og menn börðu sig saman í hálfleik og komu flottir í seinni hálfleikinn. Við vorum slakir í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik sem var flottur,“ Framarar komust örugglega í úrslitakeppnina og skiptu úrslit kvöldsins engu máli um það. „Nú gefst okkur tími til að undirbúa okkur vel og endurnæra. Við þurfum að koma liðinu í stand fyrir þessa svakalegu úrslitakeppni sem er framundan,“ Einar var ekki í vafa þegar hann var spurður hvort besti tími ársins væri framundan. „Já, alveg klárlega. Maður bjóst kannski ekki við þessu fyrir tímabilið en það er okkar að njóta að vera komnir í þessa stöðu en að sama skapi reyna að fá sem mest út úr því,“ sagði Einar. Björgvin: Stefnan var sett á úrslitakeppnina„Þetta hafðist sem betur fer, við byrjuðum eins og vanalega seinni hálfleikinn skelfilega,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson, leikmaður ÍR eftir leikinn. „Við hefðum getað klárað þetta snemma í seinni eins og við ætluðum en í staðin komast þeir aftur inn í leikinn og fyrir vikið var þetta barningur fram á lokasekúndurnar.“ Framarar gáfu ÍR-ingum aldrei grið þrátt fyrir að úrslit kvöldsins skiptu þá engu. „Þegar menn hafa engu að tapa þá spila menn oft afslappaðari og allt virðist ganga upp,“ ÍR-ingar eru nýliðar í deildinni en eru á leiðinni í úrslitakeppnina. „Stefnan var sett á úrslitakeppnina og núna byrjar nýtt season. Við höfum tvær og hálfa viku áður en þetta byrjar. Við höfum ekki verið að sýna okkar rétta andlit eftir bikarkeppnina en við náum okkur vonandi aftur á skrið,“ sagði Björgvin. Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Sjá meira
ÍR-ingar bókuðu sæti sitt í úrslitakeppninni með þriggja marka sigri á Frömurum í Safamýrinni í kvöld. Spenna var allt fram á lokasekúndur leiksins þegar ÍR-ingar náðu að tryggja sigurinn. Fyrir leikinn sátu Framarar í þriðja sæti á meðan ÍR-ingar sátu í því fjórða. Gestirnir úr Breiðholtinu vissu að stig myndi duga til að gulltryggja sæti þeirra í úrslitakeppninni á meðan heimamenn vissu að sigur eða tap skipti ekki öllu, þriðja sætið væri þeirra. Í upphafi leiks var jafnræði með liðunum og náðu ungir leikmenn Framara að halda vel í gestina. Í stöðunni 6-4 vöknuðu ÍR-ingar hinsvegar til lífsins og unnu þeir það sem eftir leið hálfleiksins 8-3 og fóru með 3 marka forskot í hálfleik, 12-9. Það var allt annað að sjá til heimamanna í upphafi seinni hálfleiks, þeir byrjuðu á 5-1 rispu og voru komnir með forskotið þegar fimm mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Við það virtust ÍR-ingar vakna aftur til lífsins og skiptust liðin á forskotinu allt fram að lokasekúndum leiksins þegar góður kafli ÍR-inga kláraði leikinn. Leiknum lauk með þriggja marka sigri ÍR og eru bæði liðin því á leið í úrslitakeppnina. ÍR-ingar sem eru nýliðar í deildinni geta verið ánægðir með frammistöðu sína í vetur en þeir eru ríkjandi bikarmeistarar og mæta Haukum í undanúrslitum í úrslitakeppninni á meðan Framarar mæta FH-ingum. Í liði Framara var Róbert Aron Hostert markahæstur með 6 mörk og bætti Stefán Darri Þórsson við 4 mörkum. Í liði ÍR var Björgvin Hólmgeirsson atkvæðamestur með 9 mörk ásamt því að Sturla Ásgeirsson, Davíð Georgsson og Guðni Már Kristinsson skoruðu 5 mörk hver. Bjarki: Þurftum að hafa fyrir þessu„Við ætluðum okkur í úrslitakeppnina og við komumst í hana en við þurftum að hafa fyrir því í dag,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Þetta var hörkuleikur, það voru mörg mistök hjá báðum liðum og mér fannst við ekki vera að spila okkar besta leik,“ Skilaboðin fyrir kvöldið voru einföld fyrir ÍR-inga, jafntefli eða sigur í leiknum gulltryggði sæti í úrslitakeppninni. „Framarar eru með vel mannað lið og þeir gáfu okkur hörku leik hér í dag. Þótt að Siggi og Jói hafi ekki verið með í kvöld þá komu ungir og graðir strákar inn sem vildu sanna sig og þeir gerðu það vel í dag,“ „Við fórum með ágætis forskot inn í hálfleik en það var eins og við mættum ekki inn í seinni hálfleikinn. Við gerðum allt of mikið af tæknifeilum og við það komust Framarar á lagið og við byrjuðum að elta þá. Við náum ekki að tryggja sigurinn fyrr en á lokasekúndunum.“ ÍR-ingar eru nýliðar í deildinni en komust í úrslitakeppnina auk þess sem þeir unnu bikarmeistaratitilinn á fyrsta tímabili sínu í N1-deildinni. „Þetta er virkilega sætt fyrir félagið envið berum þess bót. Við erum með þrjá leikmenn meidda eftir þetta en við fáum núna ágætis tíma sem við getum vonandi nýtt vel.“ „Við settum okkur markmið fyrir mót að ná fjórða sætinu og við náðum því sem er auðvitað frábært. Við höfum aðeins fengið fimm stig á útivelli sem er auðvitað eitthvað sem við ætluðum að gera betur en það er gott að klára seinasta leikinn,“ sagði Bjarki. Einar: Ungu strákarnir stóðu sig vel„Við vorum í góðri stöðu að vinna þetta, einum fleiri þegar lítið er eftir. Við gefum aðeins eftir þá og töpum leiknum fyrir vikið,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. „Þetta datt svolítið fyrir þá á lokamínútunum þegar við vorum klaufar og skipti það sköpum en þetta var hörkuleikur allar 60 mínúturnar,“ Einar hvíldi nokkra leikmenn í leiknum og gaf ungum leikmönnum stórar mínútur sem stóðu sig vel. „Sumir voru ekki leikhæfir og ungu strákarnir stóðu sig vel í dag, sérstaklega Stefán Darri. Hann hefur verið að spila mikið með okkur í vetur og leyst það vel og leysti stöðuna sína vel í dag.“ „Það stefnir allt í það að Óli verði í banni fyrir að sparka í bolta eftir síðasta leik, ég vona að það sé í lagi með boltann og hann sé ekki sprunginn eða laskaður. Við þurftum að prófa nýja leikmenn í hægra hornið sem stóðu sig vel í dag.“ Þrátt fyrir að vera undir í hálfleik gáfu Framarar allt í seinni hálfleikinn og var spenna allt fram á lokasekúndurnar. „Það er flottur karakter í liðinu og menn börðu sig saman í hálfleik og komu flottir í seinni hálfleikinn. Við vorum slakir í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik sem var flottur,“ Framarar komust örugglega í úrslitakeppnina og skiptu úrslit kvöldsins engu máli um það. „Nú gefst okkur tími til að undirbúa okkur vel og endurnæra. Við þurfum að koma liðinu í stand fyrir þessa svakalegu úrslitakeppni sem er framundan,“ Einar var ekki í vafa þegar hann var spurður hvort besti tími ársins væri framundan. „Já, alveg klárlega. Maður bjóst kannski ekki við þessu fyrir tímabilið en það er okkar að njóta að vera komnir í þessa stöðu en að sama skapi reyna að fá sem mest út úr því,“ sagði Einar. Björgvin: Stefnan var sett á úrslitakeppnina„Þetta hafðist sem betur fer, við byrjuðum eins og vanalega seinni hálfleikinn skelfilega,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson, leikmaður ÍR eftir leikinn. „Við hefðum getað klárað þetta snemma í seinni eins og við ætluðum en í staðin komast þeir aftur inn í leikinn og fyrir vikið var þetta barningur fram á lokasekúndurnar.“ Framarar gáfu ÍR-ingum aldrei grið þrátt fyrir að úrslit kvöldsins skiptu þá engu. „Þegar menn hafa engu að tapa þá spila menn oft afslappaðari og allt virðist ganga upp,“ ÍR-ingar eru nýliðar í deildinni en eru á leiðinni í úrslitakeppnina. „Stefnan var sett á úrslitakeppnina og núna byrjar nýtt season. Við höfum tvær og hálfa viku áður en þetta byrjar. Við höfum ekki verið að sýna okkar rétta andlit eftir bikarkeppnina en við náum okkur vonandi aftur á skrið,“ sagði Björgvin.
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Sjá meira