Föðurbetrungurinn Bergmann Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2013 14:54 Föðurbetrungur. Heiðar Valur náði fyrsta flugulaxinum úr Blöndu þetta tímabilið. "Við sem sagt náðum fyrstu 2 flugulöxunum á Breiðunni að norðan og var sú ákvörðun sem tekinn var í skyndi svo sannarlega ferð til fjár," segir Heiðar Valur Bergmann sem sannarlega gerði góða ferð í Blöndu á dögunum. Veiðivísir fékk Heiðar Val til að segja sér af ferðinni góðu, en Heiðar Valur er sonur hins landsþekkta veiðimanns, Atla Bergmann; einhvers öflugasta stangveiðimanns landsins -- Heiðar virðist stefna í að reynast föðurbetrungur í veiðinni og er þá mikið sagt, þó sjálfur gefi hann ekki mikið fyrir slíkan samanburð.Landsþekktir garpar fyrir á fleti "Við félagarnir stukkum á einn dag í Blöndu svæði 1 þar sem allt var laust og á fínu tilboð. Það var töluvert vatn í ánni og hún lituð, þó var hún mun skárri en í opnuninni þarna fyrr í vikunni," segir Heiðar Valur en þeir voru fjórir saman og veiddu á tvær stangir: "Þegar vaktin okkar hófst seinnipart sunnudags þá höfðu þeir sem voru á undan okkur ekki orðið varir þann dag og búið að vera koma lítið upp síðustu daga. Við vorum ekkert sérlega bjartsýnir þar sem við notumst eingöngu við fluguna. Þeir laxar sem hafa komið á land í Blöndu hafa allir fallið fyrir maðkinum. Einnig voru engir nýgræðingar búnir að veiða þarna fyrstu dagana."Liggur neðar við óvenjulegar aðstæður Heiðar Valur segir segir svo frá að hann, og félagi hans Þórir Traustason, hafi byrjað noraðn megin en hinir sunnan frá. "Við vorum útbúnirsökk línum og þungum flugum og vorum í smá basli til að byrja með þar sem við festum oft og iðulega. En í rennsli númer tvö þá er ég með línu sem er með sökk hraða númer 3. Þá gekk betur að veiða breiðuna. Pabbi sem kom mér út í þessa vitleysu hefur kennt mér allt sem hann kann og einhver tímann sagði hann mér að laxinn ætti það til að liggja mun neðar ef aðstæður væru óvenjulegar. Ég kastaði langt og þvert á breiðuna og við blábrotið alveg neðst finn ég tökuna greinilega. Þetta kom mjög á óvart þar sem við höfðum ekkert orðið varir eða sé lax."Sterkur lax Okkar maður fann að laxinn var vel tekinn: "Og sterkur var hann. Ég fikraði mig rólega í land og var ekki að taka fast á honum. Eftir korter þá landaði ég þessari fallegri hrygnu sem reyndist vera 84 sentímetra, silfruð og spræk og tók hún Koparsnældu. Þó var ekki lús á henni. Fljótlega eftir þetta þá setti makkerinn minn í fisk en missir hann strax og ég setti einnig í annan en hann var líka af strax. Þetta geriðst ofar og nær landi en sá sem ég tók fyrst. Strákarnir á bakkanum á móti urðu varir við lax og sáu nokkrum sinnum þá bylta sér. Meira kom ekki upp þennan dag."Maðkurinn reyndur "Daginn eftir byrjuðum við sunnan megin og áttum besta staðinn sem líklegast væri fiskur. Dammurinn," segir Heiðar Valur. "Við erum algerir byrjendur með maðkinn og reyndum við að renna honum á þá staði sem okkur var sagt að hann lægi. Ég varð ekkert var en Þórir félagi finnur hann vera að japla á og bregst hárrétt við og er salla rólegur. Nú hefjast átök og hann er á. Þessir laxar eru gríðarlega sterkir." Þeir félagar höfðu ekki háfinn meðferðis en ekkert átti eftir að gera nema landa laxinu. "Menn missa ekki oft laxinn með maðkinn í maganum. Þegar ég ætla að grípa hann þá slitnaði girnið og hann synti út í ólguna frjáls. Minn maður er að vonum ekki sáttur, en gátu okkur sjálfum kennt að vera ekki búinn að kanna girnið og skipta um líkt og við gerum alltaf á flugustönginni. Eftir þetta fór ég niður á breiðu þar sem strákarnir á hinni stönginni hafa sett í tvo en misst. Ég setti strax í lax og hann er eins og hjá þeim, af fljótlega. Þetta var sunnan megin. Við enduðum svo norðanmegin þar sem við byrjuðum daginn áður."Annar lax á land Heiðar Valur segir skemmst frá því að segja að þar setti Þórir félagi hans í einn, alveg neðst og missir. "Strax í næsta kasti er annar á og þá var ekkert annað en í stöðunni að ná honum. Við fórum saman rólega í land og rauk laxinn niður eftir og langt komið á undirlínu, þá var ekkert annað en að hlaupa á eftir og ná sér í linu. Þessari hrygnu var svo landað og var hún nánast alveg eins og mín daginn áður 82 sentímetrar tekin á Iðu." Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði
"Við sem sagt náðum fyrstu 2 flugulöxunum á Breiðunni að norðan og var sú ákvörðun sem tekinn var í skyndi svo sannarlega ferð til fjár," segir Heiðar Valur Bergmann sem sannarlega gerði góða ferð í Blöndu á dögunum. Veiðivísir fékk Heiðar Val til að segja sér af ferðinni góðu, en Heiðar Valur er sonur hins landsþekkta veiðimanns, Atla Bergmann; einhvers öflugasta stangveiðimanns landsins -- Heiðar virðist stefna í að reynast föðurbetrungur í veiðinni og er þá mikið sagt, þó sjálfur gefi hann ekki mikið fyrir slíkan samanburð.Landsþekktir garpar fyrir á fleti "Við félagarnir stukkum á einn dag í Blöndu svæði 1 þar sem allt var laust og á fínu tilboð. Það var töluvert vatn í ánni og hún lituð, þó var hún mun skárri en í opnuninni þarna fyrr í vikunni," segir Heiðar Valur en þeir voru fjórir saman og veiddu á tvær stangir: "Þegar vaktin okkar hófst seinnipart sunnudags þá höfðu þeir sem voru á undan okkur ekki orðið varir þann dag og búið að vera koma lítið upp síðustu daga. Við vorum ekkert sérlega bjartsýnir þar sem við notumst eingöngu við fluguna. Þeir laxar sem hafa komið á land í Blöndu hafa allir fallið fyrir maðkinum. Einnig voru engir nýgræðingar búnir að veiða þarna fyrstu dagana."Liggur neðar við óvenjulegar aðstæður Heiðar Valur segir segir svo frá að hann, og félagi hans Þórir Traustason, hafi byrjað noraðn megin en hinir sunnan frá. "Við vorum útbúnirsökk línum og þungum flugum og vorum í smá basli til að byrja með þar sem við festum oft og iðulega. En í rennsli númer tvö þá er ég með línu sem er með sökk hraða númer 3. Þá gekk betur að veiða breiðuna. Pabbi sem kom mér út í þessa vitleysu hefur kennt mér allt sem hann kann og einhver tímann sagði hann mér að laxinn ætti það til að liggja mun neðar ef aðstæður væru óvenjulegar. Ég kastaði langt og þvert á breiðuna og við blábrotið alveg neðst finn ég tökuna greinilega. Þetta kom mjög á óvart þar sem við höfðum ekkert orðið varir eða sé lax."Sterkur lax Okkar maður fann að laxinn var vel tekinn: "Og sterkur var hann. Ég fikraði mig rólega í land og var ekki að taka fast á honum. Eftir korter þá landaði ég þessari fallegri hrygnu sem reyndist vera 84 sentímetra, silfruð og spræk og tók hún Koparsnældu. Þó var ekki lús á henni. Fljótlega eftir þetta þá setti makkerinn minn í fisk en missir hann strax og ég setti einnig í annan en hann var líka af strax. Þetta geriðst ofar og nær landi en sá sem ég tók fyrst. Strákarnir á bakkanum á móti urðu varir við lax og sáu nokkrum sinnum þá bylta sér. Meira kom ekki upp þennan dag."Maðkurinn reyndur "Daginn eftir byrjuðum við sunnan megin og áttum besta staðinn sem líklegast væri fiskur. Dammurinn," segir Heiðar Valur. "Við erum algerir byrjendur með maðkinn og reyndum við að renna honum á þá staði sem okkur var sagt að hann lægi. Ég varð ekkert var en Þórir félagi finnur hann vera að japla á og bregst hárrétt við og er salla rólegur. Nú hefjast átök og hann er á. Þessir laxar eru gríðarlega sterkir." Þeir félagar höfðu ekki háfinn meðferðis en ekkert átti eftir að gera nema landa laxinu. "Menn missa ekki oft laxinn með maðkinn í maganum. Þegar ég ætla að grípa hann þá slitnaði girnið og hann synti út í ólguna frjáls. Minn maður er að vonum ekki sáttur, en gátu okkur sjálfum kennt að vera ekki búinn að kanna girnið og skipta um líkt og við gerum alltaf á flugustönginni. Eftir þetta fór ég niður á breiðu þar sem strákarnir á hinni stönginni hafa sett í tvo en misst. Ég setti strax í lax og hann er eins og hjá þeim, af fljótlega. Þetta var sunnan megin. Við enduðum svo norðanmegin þar sem við byrjuðum daginn áður."Annar lax á land Heiðar Valur segir skemmst frá því að segja að þar setti Þórir félagi hans í einn, alveg neðst og missir. "Strax í næsta kasti er annar á og þá var ekkert annað en í stöðunni að ná honum. Við fórum saman rólega í land og rauk laxinn niður eftir og langt komið á undirlínu, þá var ekkert annað en að hlaupa á eftir og ná sér í linu. Þessari hrygnu var svo landað og var hún nánast alveg eins og mín daginn áður 82 sentímetrar tekin á Iðu."
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði