Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni The Hobbit: The Desolation of Smaug var frumsýnt í gær.
Myndin er annar hluti í þríleiknum um Hobbitann, sem byggður er á samnefndri skáldsögu J.R.R. Tolkien frá árinu 1937, og er hann eins konar formáli hinnar klassísku Hringadróttinssögu.
Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 26. desember og í helstu hlutverkum eru Martin Freeman, Ian McKellen, Orlando Bloom, Evangeline Lilly, Stephen Fry og Andy Serkis. Titillinn útleggst Hobbitinn: Tortíming Smeygins á íslensku.
Stikluna má sjá með því að smella á spilarann efst í fréttinni.
