Tvær flugur Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. júní 2013 08:52 Við vorum rétt að hengja af okkur yfirhafnirnar þegar hann vatt sér skyndilega að þjóninum og spurði eftir manni, hvort sá væri ekki örugglega á staðnum? Honum létti greinilega stórum þegar þjónninn sagði jú, Magnús væri í húsinu. Yfir fordrykknum bað hann fyrir skilaboð til hans. Ég reyndi að láta ekki á neinu bera. Fannst áhugi hans á formanni Félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti nokkuð undarlegur samt, við áttum nú að heita á okkar fyrsta stefnumóti. Við settumst við dúkað borðið og ég sá hvernig hann skimaði um salinn. Hvernig birti yfir honum þegar hann festi augu á Magnúsi og ég get svarið að hann veifaði til hans meðan ég fékk mér vatnssopa. Ég pantaði mér kjöt þó að staðurinn væri annálaður fyrir fiskrétti, hló á vitlausum stöðum í samræðunum og svitnaði í lófum. Var ekki lengur viss um hlutverk mitt á þessu stefnumóti. Hann var aftur á móti afslappaður og hress. Skyndilega stóð Magnús við borðið okkar, greip brauð úr forréttakörfunni og beit í, kastaði létt á mig kveðju. Þeir spjölluðu, hlógu og gengu frá sínum málum. Óstyrk flutti ég olnbogana ýmist upp eða niður af borðinu. Stefnumótin urðu ekki fleiri, um hríð. Þegar frá leið tókst mér að horfa fram hjá því að hafa verið þriðja hjólið þetta kvöld og hvernig tilvonandi eiginmaður virtist hafa mælt sér mót við bæði Magnús og mig. Nýtt fyrsta stefnumótið til að slá tvær flugur í einu höggi. Við höfum nú bráðum verið gift í níu ár. Þegar ég rifjaði þetta endemis stefnumót upp fyrir stuttu starði eiginmaðurinn steinhissa á mig. Fyrr þennan dag hafði hann klúðrað verkefni svo um munaði í vinnunni. Yfirkominn af stressi vegna klúðursins, til viðbótar við tilheyrandi taugatitring á fyrsta stefnumóti, hafði hann því himin höndum tekið þegar eini maðurinn sem mögulega gat reddað því sem hann hafði klúðrað var fyrir tilviljun að borða á sama stað. Það sem mér fannst hafa verið hálf dapurlegur dinner, hafði því aldeilis verið vel lukkað kvöld í hans huga, tvær flugur í einu höggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Við vorum rétt að hengja af okkur yfirhafnirnar þegar hann vatt sér skyndilega að þjóninum og spurði eftir manni, hvort sá væri ekki örugglega á staðnum? Honum létti greinilega stórum þegar þjónninn sagði jú, Magnús væri í húsinu. Yfir fordrykknum bað hann fyrir skilaboð til hans. Ég reyndi að láta ekki á neinu bera. Fannst áhugi hans á formanni Félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti nokkuð undarlegur samt, við áttum nú að heita á okkar fyrsta stefnumóti. Við settumst við dúkað borðið og ég sá hvernig hann skimaði um salinn. Hvernig birti yfir honum þegar hann festi augu á Magnúsi og ég get svarið að hann veifaði til hans meðan ég fékk mér vatnssopa. Ég pantaði mér kjöt þó að staðurinn væri annálaður fyrir fiskrétti, hló á vitlausum stöðum í samræðunum og svitnaði í lófum. Var ekki lengur viss um hlutverk mitt á þessu stefnumóti. Hann var aftur á móti afslappaður og hress. Skyndilega stóð Magnús við borðið okkar, greip brauð úr forréttakörfunni og beit í, kastaði létt á mig kveðju. Þeir spjölluðu, hlógu og gengu frá sínum málum. Óstyrk flutti ég olnbogana ýmist upp eða niður af borðinu. Stefnumótin urðu ekki fleiri, um hríð. Þegar frá leið tókst mér að horfa fram hjá því að hafa verið þriðja hjólið þetta kvöld og hvernig tilvonandi eiginmaður virtist hafa mælt sér mót við bæði Magnús og mig. Nýtt fyrsta stefnumótið til að slá tvær flugur í einu höggi. Við höfum nú bráðum verið gift í níu ár. Þegar ég rifjaði þetta endemis stefnumót upp fyrir stuttu starði eiginmaðurinn steinhissa á mig. Fyrr þennan dag hafði hann klúðrað verkefni svo um munaði í vinnunni. Yfirkominn af stressi vegna klúðursins, til viðbótar við tilheyrandi taugatitring á fyrsta stefnumóti, hafði hann því himin höndum tekið þegar eini maðurinn sem mögulega gat reddað því sem hann hafði klúðrað var fyrir tilviljun að borða á sama stað. Það sem mér fannst hafa verið hálf dapurlegur dinner, hafði því aldeilis verið vel lukkað kvöld í hans huga, tvær flugur í einu höggi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun