Bíó og sjónvarp

Berst fyrir lækningu í Elysium

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Nýtt sýnishorn úr vísindaskáldsögunni Elysium hefur verið birt, en það er nýjasta kvikmynd leikstjórans Neill Blomcamp (District 9).

Myndin gerist árið 2154 og segir frá krabbameinssjúkum fátæklingi á jörðinni sem berst fyrir því að komast í geimstöðina Elysium, þar sem auðmenn búa og lækningu við meininu er að finna.

Með helstu hlutverk fara þau Matt Damon, Jodie Foster, Sharlto Copley, William Fichtner og Alice Braga, en myndin verður frumsýnd hér á landi þann 28. ágúst.

Sýnishornið er í lengra lagi, og aðgengilegt í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.