Luke Donald í forystu | Flott högg á fyrsta degi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2013 10:15 Englendingurinn Luke Donald hafði forystu þegar hætta þurfti keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gærkvöldi vegna myrkurs. Áður hafði leik tvívegis verið frestað vegna veðurs og á meirihluti kylfinga því eftir að ljúka fyrsta hring. Þeirra á meðal er Donald sem er á fjórum höggum undir pari eftir 13 holur. Donald fékk fugl á þremur holum í röð áður en fresta þurfti leik. Vafalítið svekkjandi fyrir þann enska sem var í miklu stuði. Á hæla Donald koma Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson og Ástralinn Adam Scott á þremur undir pari. Mickelson er einn fárra í efri hlutanum sem lauk hringnum en Scott lauk ellefu holum í gær.Adam Scott með pinnann á MerionNordicphotos/GettyTiger Woods er á tveimur höggum yfir pari eftir tíu holur. Tiger, sem eins og svo oft áður þótti líklegur til afreka, náði tveimur fuglum en fékk einnig fjóra skolla. Englendingurinn Lee Westwood kann hefðunum á Merion-vellinum í Pennsilvaníu litlar þakkir. Westwood átti frábært högg inn á flöt á tólftu holu. Boltinn hrökk hins vegar af körfunni á toppi pinnans og aftur út af flötinni. Gera má ráð fyrir að hefðbundið flagg hefði skilað betri útkomu fyrir Westwood sem er á einu höggi undir pari eftir þrettán holur.Stöðuna í mótinu má sjá hér. Falleg tilþrif frá fyrsta deginum á Merion má sjá í spilaranum hér að ofan. Golf Tengdar fréttir Topparnir saman í ráshóp á US Open Annað risamót ársins hefst í Bandaríkjunum í dag. 13. júní 2013 07:00 Leik frestað vegna úrhellis Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hefur verið frestað um ótiltekinn tíma vegna úrhellis. 13. júní 2013 15:22 Leik frestað í annað sinn Mótshaldarar á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi neyddust til að fresta leik öðru sinni í dag fyrir stundu. 13. júní 2013 23:07 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Englendingurinn Luke Donald hafði forystu þegar hætta þurfti keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gærkvöldi vegna myrkurs. Áður hafði leik tvívegis verið frestað vegna veðurs og á meirihluti kylfinga því eftir að ljúka fyrsta hring. Þeirra á meðal er Donald sem er á fjórum höggum undir pari eftir 13 holur. Donald fékk fugl á þremur holum í röð áður en fresta þurfti leik. Vafalítið svekkjandi fyrir þann enska sem var í miklu stuði. Á hæla Donald koma Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson og Ástralinn Adam Scott á þremur undir pari. Mickelson er einn fárra í efri hlutanum sem lauk hringnum en Scott lauk ellefu holum í gær.Adam Scott með pinnann á MerionNordicphotos/GettyTiger Woods er á tveimur höggum yfir pari eftir tíu holur. Tiger, sem eins og svo oft áður þótti líklegur til afreka, náði tveimur fuglum en fékk einnig fjóra skolla. Englendingurinn Lee Westwood kann hefðunum á Merion-vellinum í Pennsilvaníu litlar þakkir. Westwood átti frábært högg inn á flöt á tólftu holu. Boltinn hrökk hins vegar af körfunni á toppi pinnans og aftur út af flötinni. Gera má ráð fyrir að hefðbundið flagg hefði skilað betri útkomu fyrir Westwood sem er á einu höggi undir pari eftir þrettán holur.Stöðuna í mótinu má sjá hér. Falleg tilþrif frá fyrsta deginum á Merion má sjá í spilaranum hér að ofan.
Golf Tengdar fréttir Topparnir saman í ráshóp á US Open Annað risamót ársins hefst í Bandaríkjunum í dag. 13. júní 2013 07:00 Leik frestað vegna úrhellis Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hefur verið frestað um ótiltekinn tíma vegna úrhellis. 13. júní 2013 15:22 Leik frestað í annað sinn Mótshaldarar á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi neyddust til að fresta leik öðru sinni í dag fyrir stundu. 13. júní 2013 23:07 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Topparnir saman í ráshóp á US Open Annað risamót ársins hefst í Bandaríkjunum í dag. 13. júní 2013 07:00
Leik frestað vegna úrhellis Keppni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi hefur verið frestað um ótiltekinn tíma vegna úrhellis. 13. júní 2013 15:22
Leik frestað í annað sinn Mótshaldarar á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi neyddust til að fresta leik öðru sinni í dag fyrir stundu. 13. júní 2013 23:07