Túristinn sækir í sig veðrið Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar 14. júní 2013 08:44 Stærsta breytingin sem orðið hefur á íslensku mannlífi síðustu ár er sennilega fjölgun erlendra ferðamanna. Á þessu ári gætu þeir orðið 800 þúsund og hefur þá fjölgað um ígildi íslensku þjóðarinnar á fimm árum. Allir þekkja umræðuna um hvað við erum að græða mikið á ferðamönnunum enda færa þeir okkur gjaldeyri og búa til grundvöll fyrir fjölda starfa. Sömuleiðis þekkja allir umræðuna um aukinn ágang á náttúruperlur. Hættan er sú að þessir staðir grotni niður og upplifunin líði fyrir það. Náttúruperlurnar á Íslandi eru föst stærð, við getum ekki fjölgað þeim að ráði til að dreifa álaginu. En þetta vita allir, feikinóg hefur verið skrifað um þetta. Mig langar heldur til að gefa annars konar perlum gaum. Perlum sem eru eins og náttúruperlurnar eftirsóknarverðar en má fjölga; menningarperlum. Því þótt náttúran sé helsta aðdráttarafl landsins er ekki eins og allir ferðamenn gisti í hjólhýsum í Haukadal og bara haldi sig þar. Fjölgun ferðamanna hefur nefnilega stóraukið möguleika til þess að halda úti blómlegri menningarstarfsemi á Íslandi. Það segir sig sjálft að fleiri menningarviðburðir, söfn, veitingastaðir og svo framvegis fá þrifist eftir því sem mengi mögulegra gesta eða kúnna stækkar. Og þótt ég hafi notað orðið mengi eru þetta ekki akademískar vangaveltur. Gott dæmi er hvernig miðborgin hefur teygt sig eftir höfninni í átt að Granda, ekki síst eftir að Reykjavík Marina hótelið opnaði. Nú er þar að finna fjölda veitingastaða og annars konar starfsemi sem ekki var grundvöllur fyrir áður. En þetta er ekki bara spurning um miðborgina. Án þess að ég þekki það af eigin raun skilst mér að menningarlíf hafi aukist nokkuð, í það minnsta á sumrin, til dæmis á Akureyri og Ísafirði síðustu ár. Því fylgja aukin lífsgæði fyrir íbúa. Þá grunar mig að enn séu ónýtt tækifæri í tengslum við menningarstarfsemi fyrir ferðamenn. Gætu leikhúsin í Reykjavík sett upp leiksýningar á ensku á sumrin? Ég veit það ekki, en ég er fáránlega ánægður með alla nýju ferðamennina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun
Stærsta breytingin sem orðið hefur á íslensku mannlífi síðustu ár er sennilega fjölgun erlendra ferðamanna. Á þessu ári gætu þeir orðið 800 þúsund og hefur þá fjölgað um ígildi íslensku þjóðarinnar á fimm árum. Allir þekkja umræðuna um hvað við erum að græða mikið á ferðamönnunum enda færa þeir okkur gjaldeyri og búa til grundvöll fyrir fjölda starfa. Sömuleiðis þekkja allir umræðuna um aukinn ágang á náttúruperlur. Hættan er sú að þessir staðir grotni niður og upplifunin líði fyrir það. Náttúruperlurnar á Íslandi eru föst stærð, við getum ekki fjölgað þeim að ráði til að dreifa álaginu. En þetta vita allir, feikinóg hefur verið skrifað um þetta. Mig langar heldur til að gefa annars konar perlum gaum. Perlum sem eru eins og náttúruperlurnar eftirsóknarverðar en má fjölga; menningarperlum. Því þótt náttúran sé helsta aðdráttarafl landsins er ekki eins og allir ferðamenn gisti í hjólhýsum í Haukadal og bara haldi sig þar. Fjölgun ferðamanna hefur nefnilega stóraukið möguleika til þess að halda úti blómlegri menningarstarfsemi á Íslandi. Það segir sig sjálft að fleiri menningarviðburðir, söfn, veitingastaðir og svo framvegis fá þrifist eftir því sem mengi mögulegra gesta eða kúnna stækkar. Og þótt ég hafi notað orðið mengi eru þetta ekki akademískar vangaveltur. Gott dæmi er hvernig miðborgin hefur teygt sig eftir höfninni í átt að Granda, ekki síst eftir að Reykjavík Marina hótelið opnaði. Nú er þar að finna fjölda veitingastaða og annars konar starfsemi sem ekki var grundvöllur fyrir áður. En þetta er ekki bara spurning um miðborgina. Án þess að ég þekki það af eigin raun skilst mér að menningarlíf hafi aukist nokkuð, í það minnsta á sumrin, til dæmis á Akureyri og Ísafirði síðustu ár. Því fylgja aukin lífsgæði fyrir íbúa. Þá grunar mig að enn séu ónýtt tækifæri í tengslum við menningarstarfsemi fyrir ferðamenn. Gætu leikhúsin í Reykjavík sett upp leiksýningar á ensku á sumrin? Ég veit það ekki, en ég er fáránlega ánægður með alla nýju ferðamennina.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun