Sérstaka veiðigjaldið lækkar umtalsvert Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 14. júní 2013 08:00 Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar verður sérstaka veiðigjaldið svipað og á yfirstandandi fiskveiðiári en þó nokkru lægra. Að næsta fiskveiðiári loknu er gert ráð fyrir að gerð hafi verið varanleg breyting á veiðigjaldalögunum. Fréttablaðið/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra lagði í fyrrakvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjöld til eins árs. Samkvæmt frumvarpinu verður sérstaka veiðigjaldið lækkað nokkuð frá því sem til stóð. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að veiðigjöld skili ríkinu alls 9,8 milljörðum króna á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september. Nái það fram að ganga verða veiðigjöld því talsvert lægri en til stóð því áætlað hefur verið að veiðigjöld myndu skila 13,8 milljörðum á næsta fiskveiðiári og síðan hækka ár frá ári til fiskveiðiársins 2016 til 2017. Munurinn er ríflega fjórir milljarðar en á móti gætu tekjuskattsgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja hækkað um allt að 600 milljónir þar sem lægri veiðigjöld leiða til minni frádráttar frá tekjuskattstofni. Sigurður Ingi segir að með lækkun sérstaka veiðigjaldsins sé brugðist við neikvæðum áhrifum þess á sjávarútvegsfyrirtæki auk þess sem tekið sé tillit til þess að verð á bolfisksafurðum hafi lækkað um allt að 30% á mörkuðum. „Við höfðum af því áhyggjur að sérstaka veiðigjaldið myndi leggjast af miklum þunga á ákveðinn hluta útgerðarinnar. Það hefur komið á daginn strax fyrsta árið að fyrirtæki hafa þurft að segja upp fólki og þá hefur orðið samþjöppun í greininni,“ segir Sigurður og bætir við að við því hafi orðið að bregðast. Alþingi samþykkti lögin um sérstakt veiðigjald í lok júní 2012. Kveða þau á um að útgerðir greiði hlutfall af framlegð í gjald. Á fyrsta fiskveiðiárinu, því yfirstandandi, var þó ákveðið að byggja gjaldtökuna á fastri krónutölu á þorskígildiskíló. Samkvæmt frumvarpi Sigurðar Inga verður gjaldtakan með svipuðum hætti.Sigurður Ingi JóhannssonHin leiðin, sem núgildandi lög kveða á um að eigi að nota á næsta fiskveiðiári, er í uppnámi vegna skorts á gögnum sem nauðsynleg eru til þess að reikna út gjaldið. Því hefur ríkisstjórnin ákveðið að breyta veiðigjaldsálagningunni til bráðabirgða til eins árs en síðan er gert ráð fyrir að varanleg breyting verði gerð á veiðigjaldalögunum. Sigurður Ingi segir hins vegar að varanlega breytingin verði ekki í anda þess frumvarps sem nú hefur verið kynnt. „Við erum að bregðast við þessum vanda með mjög stuttum fyrirvara enda áttu lögin, sem komið hefur í ljós að eru óframkvæmanleg, að taka gildi 1. september. Því erum við nú að leysa þann vanda til bráðabirgða.“ Þá segir Sigurður Ingi að varanlega breytingin muni byggja á þeirri hugmyndafræði sem ríkisstjórnin kynnti í stjórnarsáttmála sínum um fast veiðigjald og afkomutengt gjald. „Vinna við þá breytingu er hafin en frumvarpið nú byggir ekki á henni. Það miðast annars vegar við að taka tillit til þessara þátta sem ég nefndi áðan og hins vegar það að ríkissjóður þarf á fjármunum að halda í ljósi versnandi afkomu.“ Verði frumvarpið að lögum er áætlað að veiðigjöld muni skila ríkissjóði 9,8 milljörðum í tekjur á næsta fiskveiðiári. Sú upphæð gæti hins vegar lækkað. Þannig var áætlað að veiðigjöld myndu skila 10,5 milljörðum á yfirstandandi fiskveiðiári. Raunveruleg upphæð verður hins vegar nær 8,3 milljörðum þar sem skuldsettar útgerðir hafa fengið afslátt af sérstaka veiðigjaldinu. Sá afsláttur verður áfram í boði á næsta fiskveiðiári.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna.Mynd/Stefán KarlssonKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er gagnrýnin á frumvarp Sigurðar Inga. „Mér finnst það skjóta skökku við að á sama tíma og ríkisstjórnin heldur blaðamannafund og talar um slæmar horfur í ríkisfjármálum þá er hún að leggja fram tvö frumvörp sem draga úr tekjum ríkisins um átta milljarða á ári. Þá er ég að vísa til lækkunar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og lækkun á sérstaka veiðigjaldinu.“ Þá segir Katrín að tímasetningin á lækkun veiðigjaldsins sé einkennileg í ljósi sterkari stöðu fiskistofna. „Nú liggur fyrir ný veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknastofnun sem bendir til þess að óhætt sé að veiða meiri fisk á næsta fiskveiðiári og spáir stofnunin aukningu á útflutningsverðmæti um 15 til 16 milljarða króna. Þannig að ég hefði talið að útgerðin ætti að vera aflögufær á þessum tímapunkti.“ Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra lagði í fyrrakvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um veiðigjöld til eins árs. Samkvæmt frumvarpinu verður sérstaka veiðigjaldið lækkað nokkuð frá því sem til stóð. Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að veiðigjöld skili ríkinu alls 9,8 milljörðum króna á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september. Nái það fram að ganga verða veiðigjöld því talsvert lægri en til stóð því áætlað hefur verið að veiðigjöld myndu skila 13,8 milljörðum á næsta fiskveiðiári og síðan hækka ár frá ári til fiskveiðiársins 2016 til 2017. Munurinn er ríflega fjórir milljarðar en á móti gætu tekjuskattsgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja hækkað um allt að 600 milljónir þar sem lægri veiðigjöld leiða til minni frádráttar frá tekjuskattstofni. Sigurður Ingi segir að með lækkun sérstaka veiðigjaldsins sé brugðist við neikvæðum áhrifum þess á sjávarútvegsfyrirtæki auk þess sem tekið sé tillit til þess að verð á bolfisksafurðum hafi lækkað um allt að 30% á mörkuðum. „Við höfðum af því áhyggjur að sérstaka veiðigjaldið myndi leggjast af miklum þunga á ákveðinn hluta útgerðarinnar. Það hefur komið á daginn strax fyrsta árið að fyrirtæki hafa þurft að segja upp fólki og þá hefur orðið samþjöppun í greininni,“ segir Sigurður og bætir við að við því hafi orðið að bregðast. Alþingi samþykkti lögin um sérstakt veiðigjald í lok júní 2012. Kveða þau á um að útgerðir greiði hlutfall af framlegð í gjald. Á fyrsta fiskveiðiárinu, því yfirstandandi, var þó ákveðið að byggja gjaldtökuna á fastri krónutölu á þorskígildiskíló. Samkvæmt frumvarpi Sigurðar Inga verður gjaldtakan með svipuðum hætti.Sigurður Ingi JóhannssonHin leiðin, sem núgildandi lög kveða á um að eigi að nota á næsta fiskveiðiári, er í uppnámi vegna skorts á gögnum sem nauðsynleg eru til þess að reikna út gjaldið. Því hefur ríkisstjórnin ákveðið að breyta veiðigjaldsálagningunni til bráðabirgða til eins árs en síðan er gert ráð fyrir að varanleg breyting verði gerð á veiðigjaldalögunum. Sigurður Ingi segir hins vegar að varanlega breytingin verði ekki í anda þess frumvarps sem nú hefur verið kynnt. „Við erum að bregðast við þessum vanda með mjög stuttum fyrirvara enda áttu lögin, sem komið hefur í ljós að eru óframkvæmanleg, að taka gildi 1. september. Því erum við nú að leysa þann vanda til bráðabirgða.“ Þá segir Sigurður Ingi að varanlega breytingin muni byggja á þeirri hugmyndafræði sem ríkisstjórnin kynnti í stjórnarsáttmála sínum um fast veiðigjald og afkomutengt gjald. „Vinna við þá breytingu er hafin en frumvarpið nú byggir ekki á henni. Það miðast annars vegar við að taka tillit til þessara þátta sem ég nefndi áðan og hins vegar það að ríkissjóður þarf á fjármunum að halda í ljósi versnandi afkomu.“ Verði frumvarpið að lögum er áætlað að veiðigjöld muni skila ríkissjóði 9,8 milljörðum í tekjur á næsta fiskveiðiári. Sú upphæð gæti hins vegar lækkað. Þannig var áætlað að veiðigjöld myndu skila 10,5 milljörðum á yfirstandandi fiskveiðiári. Raunveruleg upphæð verður hins vegar nær 8,3 milljörðum þar sem skuldsettar útgerðir hafa fengið afslátt af sérstaka veiðigjaldinu. Sá afsláttur verður áfram í boði á næsta fiskveiðiári.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna.Mynd/Stefán KarlssonKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er gagnrýnin á frumvarp Sigurðar Inga. „Mér finnst það skjóta skökku við að á sama tíma og ríkisstjórnin heldur blaðamannafund og talar um slæmar horfur í ríkisfjármálum þá er hún að leggja fram tvö frumvörp sem draga úr tekjum ríkisins um átta milljarða á ári. Þá er ég að vísa til lækkunar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og lækkun á sérstaka veiðigjaldinu.“ Þá segir Katrín að tímasetningin á lækkun veiðigjaldsins sé einkennileg í ljósi sterkari stöðu fiskistofna. „Nú liggur fyrir ný veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknastofnun sem bendir til þess að óhætt sé að veiða meiri fisk á næsta fiskveiðiári og spáir stofnunin aukningu á útflutningsverðmæti um 15 til 16 milljarða króna. Þannig að ég hefði talið að útgerðin ætti að vera aflögufær á þessum tímapunkti.“
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira