Lífið

Afturhvarf til tíunda áratugarins

Marín Manda skrifar
Plötusnúður Kitty Von Sometime
Plötusnúður Kitty Von Sometime
Útvarpsstöðin Bylgjan slær til veisluhalda sunnudaginn 16. júní og heldur tíunda áratuginn hátíðlegan með þemaballi á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi.

Fólk er hvatt til þess að mæta uppáklætt í fötum frá þessu tímabili en þeir sem mæta í Buffalo-skóm fá glaðning á barnum. Einnig verða valdir tveir bestu búningar kvöldsins og fá þeir gjafakörfu frá Beefeater að launum.

Það er plötusnúðurinn Kitty Von Sometime sem þeytir skífum ásamt þekktum plötusnúð frá Chicago, DJ Manny.

Tvíeykið sérhæfir sig í að spila plötur frá tíunda áratugnum á gamla mátann.

Miðinn á ballið kostar tvö þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.