Lífið

Sköllóttir eftirsóttir í Game of Thrones

Marín Manda skrifar
Game of Thrones taka upp senur í fjórðu seríu hér landi í sumar.
Game of Thrones taka upp senur í fjórðu seríu hér landi í sumar.
„Ég má svo lítið segja að svo stöddu því ég er bundinn þagnarskyldu. Þetta er allt svo leyndardómsfullt,“ segir Snorri Þórisson, forstjóri framleiðslufyrirtækisins Pegasus.



Pegasus hefur nú auglýst eftir sköllóttum mönnum til þess að leika í fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna Game of Thrones, en tökur hefjast á Suðurlandi um mitt sumar.

Leitað er að um það bil tuttugu íslenskum sköllóttum mönnum til að leika í vinsælu sjónvarpsþáttunum en ráðningum er ekki lokið.

Bæði önnur og þriðja þáttarröð af Game of Thrones var tekin upp á Íslandi en landslagi Íslands hefur verið hrósað hástert og fengið mikla athygli hjá aðdáendum þáttanna.

Senurnar sem myndaðar voru á Íslandi tengdust að mestu Næturvarðaríkinu og hetjunni John Snow.

Aðalhlutverk þáttanna eru í höndum Emiliu Clarke, Nicolaj Coster-Waldau, Kit Harington, Charles Dance og fleiri þekktra leikara.

„Þeir sem eru með flottan skalla mega hafa samband við casting@peagasus.is.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.