Framleiðsla Jaguar/Land Rover að hluta til Indlands Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2013 10:30 Innflutningstollar á lúxusbílum í Indlandi eru 75% og þá hyggst Tata forðast.Tata Motors, eigandi bæði Jaguar og Land Rover fyrirtækjanna hugleiðir nú að flytja hluta framleiðslu þessara lúxusbíla til heimalandsins Indlands. Mikil eftirspurn eftir bílum merkjanna í Kína og í Indlandi hvetur Tata til þessa og að auki myndi fyrirtækið komast hjá háum innflutningstollum á lúxusbílum. Í Indlandi eru nú 75% innflutningstollar á erlendum lúxusbílum og til stendur að hækka þá brátt í 100%. Það væri því gott að geta sneitt hjá slíkum ofurtollum fyrir söluna þar. Salan í Kína og Indlandi var 22,3% af heildarsölu Jaguar/Land Rover í desember síðastliðnum. Fyrst Jaguar XF og Land Rover Freelander Fyrstu bílarnir sem horft er til að framleiða í Indlandi eru Jaguar XF og Land Rover Freelander og síðan kæmi líklega að Range Rover Evoque. Jaguar/Land Rover ætlar einnig að reisa verksmiðju í Kína í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann Chery og hefur nú þegar fjárfest fyrir 330 milljarða króna í henni. Jaguar/Land Rover er nú þegar langt á eftir lúxusbílaframleiðendunum þýsku, BMW, Benz og Audi, auk Volkswagen í framleiðslu bíla í Indlandi, en búist er við því að markaðurinn fyrir lúxusbíla þar muni sexfaldast til ársins 2020.Miklar fjárfestingar og hætt við neikvæðu fjárstreymi Framleiðsla Jaguar og Land Rover í Bretlandi er keyrð í botni til að hafa við eftirspurninni um allan heim og viðbótarframleiðsla í Indlandi og Kína mun líklega ekki verða til þess að störf tapist þar, svo mikil er eftirspurnin um allan heim. Starfsmenn Jaguar/Land Rover í Bretlandi eru 24.000 talsins. Fyrirtækið er einnig að íhuga verksmiðju í Saudi Arabíu, en hæfst framleiðsla í henni árið 2017. Svo miklar eru fjárfestingar Jaguar/Land Rover í nýjum samsetningarverksmiðjum að hætt er við neikvæðu fjárstreymi hjá því í ár þrátt fyrir gríðarlega góða sölu og hefur fyrirtækið sjálft tilkynnt um þá líklegu staðreynd. Land Rover ætlar að frumsýna Range Rover Evoque með nýrri 9 gíra sjálfskiptingu, sem og rafknúinn Land Rover Defender á bílasýningunni sem hefst í dag í Genf. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent
Innflutningstollar á lúxusbílum í Indlandi eru 75% og þá hyggst Tata forðast.Tata Motors, eigandi bæði Jaguar og Land Rover fyrirtækjanna hugleiðir nú að flytja hluta framleiðslu þessara lúxusbíla til heimalandsins Indlands. Mikil eftirspurn eftir bílum merkjanna í Kína og í Indlandi hvetur Tata til þessa og að auki myndi fyrirtækið komast hjá háum innflutningstollum á lúxusbílum. Í Indlandi eru nú 75% innflutningstollar á erlendum lúxusbílum og til stendur að hækka þá brátt í 100%. Það væri því gott að geta sneitt hjá slíkum ofurtollum fyrir söluna þar. Salan í Kína og Indlandi var 22,3% af heildarsölu Jaguar/Land Rover í desember síðastliðnum. Fyrst Jaguar XF og Land Rover Freelander Fyrstu bílarnir sem horft er til að framleiða í Indlandi eru Jaguar XF og Land Rover Freelander og síðan kæmi líklega að Range Rover Evoque. Jaguar/Land Rover ætlar einnig að reisa verksmiðju í Kína í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann Chery og hefur nú þegar fjárfest fyrir 330 milljarða króna í henni. Jaguar/Land Rover er nú þegar langt á eftir lúxusbílaframleiðendunum þýsku, BMW, Benz og Audi, auk Volkswagen í framleiðslu bíla í Indlandi, en búist er við því að markaðurinn fyrir lúxusbíla þar muni sexfaldast til ársins 2020.Miklar fjárfestingar og hætt við neikvæðu fjárstreymi Framleiðsla Jaguar og Land Rover í Bretlandi er keyrð í botni til að hafa við eftirspurninni um allan heim og viðbótarframleiðsla í Indlandi og Kína mun líklega ekki verða til þess að störf tapist þar, svo mikil er eftirspurnin um allan heim. Starfsmenn Jaguar/Land Rover í Bretlandi eru 24.000 talsins. Fyrirtækið er einnig að íhuga verksmiðju í Saudi Arabíu, en hæfst framleiðsla í henni árið 2017. Svo miklar eru fjárfestingar Jaguar/Land Rover í nýjum samsetningarverksmiðjum að hætt er við neikvæðu fjárstreymi hjá því í ár þrátt fyrir gríðarlega góða sölu og hefur fyrirtækið sjálft tilkynnt um þá líklegu staðreynd. Land Rover ætlar að frumsýna Range Rover Evoque með nýrri 9 gíra sjálfskiptingu, sem og rafknúinn Land Rover Defender á bílasýningunni sem hefst í dag í Genf.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent