Veiðimenn huga að sumrinu 2014 Karl Lúðvíksson skrifar 15. nóvember 2013 10:00 Það voru margir sem gerðu góða veiði í fyrra Mynd: KL Síðustu stangirnar eru varla þornaðar eftir liðið sumar þegar stangveiðimenn eru farnir á stúfana með bókanir fyrir næsta sumar. Síðasta sumar var geysilega erfitt mörgum leigutökum enda var salan í mörgum ánum 30-40% minni en venjulegt getur talist og var það afleiðing af lélegu veiðisumri 2012. Sumarið 2013 var þegar upp er staðið eitt af þeim bestu og í mörgum ánum voru gömul met slegin og oft svo um munar. Frægt er t.d. um það bil 1000 laxa stökk í Stóru Laxá en hún er þegar að verða fullbókuð ef hún er það ekki nú þegar frá Verslunarmannahelgi og til loka tímabils 2014. Almennt eru góðar fréttir frá stærstu leigutökunum og greinilegt að áhugi erlendra veiðimanna er að vakna aftur þó það sé í hægum skrefum en innlendi markaðurinn er greinilega að taka vel við sér. Forúthlutun hjá SVFR gekk vel og er mikið sótt um Langá enda var veiðin í henni mjög góð á liðnu sumri og er það umtalað meðal þeirra sem þekkja ána vel að hún hefði leikandi geta farið í 3000 laxa veiði ef ekki hefði verið flóð í ánni síðustu 3-4 vikurnar af veiðitímanum og áin suma daga óveiðandi vegna veðurs. Hún skilaði þrátt fyrir það frábærri veiði. Hjá Hreggnasa er jöfn og góð dreifing á bókunum en félagið hefur meðal annars ár eins og Laxá í Kjós, Grímsá, Tunguá, Svalbarðsá og nýlega tók félagið svæðið kennt við Nes í Laxá í Aðaldal og er það svæði vel bókað, Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa lætur vel af komandi sumri og þegar undirritaður nefndi að bóka leyfi fyrir fjölskylduna í Brynjudalsá var honum bent á að hafa hraðar hendur því hún væri að bókast mjög hratt. Hjá Lax-Á finna menn greinilega mikin mun á milli ára samkvæmt Stefámni Sigurðssyni Sölustjóraen eins og venjulega er straumurinn mikill í Eystri Rangá, Svartá og víðar. Erlendir veiðimenn er mikið að koma til baka Íslendingarnir eru enn sem komið er rólegri í bókunum en þó mun meira en í fyrra. Það stefnir því vonandi í annað gott sumar 2014. Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
Síðustu stangirnar eru varla þornaðar eftir liðið sumar þegar stangveiðimenn eru farnir á stúfana með bókanir fyrir næsta sumar. Síðasta sumar var geysilega erfitt mörgum leigutökum enda var salan í mörgum ánum 30-40% minni en venjulegt getur talist og var það afleiðing af lélegu veiðisumri 2012. Sumarið 2013 var þegar upp er staðið eitt af þeim bestu og í mörgum ánum voru gömul met slegin og oft svo um munar. Frægt er t.d. um það bil 1000 laxa stökk í Stóru Laxá en hún er þegar að verða fullbókuð ef hún er það ekki nú þegar frá Verslunarmannahelgi og til loka tímabils 2014. Almennt eru góðar fréttir frá stærstu leigutökunum og greinilegt að áhugi erlendra veiðimanna er að vakna aftur þó það sé í hægum skrefum en innlendi markaðurinn er greinilega að taka vel við sér. Forúthlutun hjá SVFR gekk vel og er mikið sótt um Langá enda var veiðin í henni mjög góð á liðnu sumri og er það umtalað meðal þeirra sem þekkja ána vel að hún hefði leikandi geta farið í 3000 laxa veiði ef ekki hefði verið flóð í ánni síðustu 3-4 vikurnar af veiðitímanum og áin suma daga óveiðandi vegna veðurs. Hún skilaði þrátt fyrir það frábærri veiði. Hjá Hreggnasa er jöfn og góð dreifing á bókunum en félagið hefur meðal annars ár eins og Laxá í Kjós, Grímsá, Tunguá, Svalbarðsá og nýlega tók félagið svæðið kennt við Nes í Laxá í Aðaldal og er það svæði vel bókað, Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa lætur vel af komandi sumri og þegar undirritaður nefndi að bóka leyfi fyrir fjölskylduna í Brynjudalsá var honum bent á að hafa hraðar hendur því hún væri að bókast mjög hratt. Hjá Lax-Á finna menn greinilega mikin mun á milli ára samkvæmt Stefámni Sigurðssyni Sölustjóraen eins og venjulega er straumurinn mikill í Eystri Rangá, Svartá og víðar. Erlendir veiðimenn er mikið að koma til baka Íslendingarnir eru enn sem komið er rólegri í bókunum en þó mun meira en í fyrra. Það stefnir því vonandi í annað gott sumar 2014.
Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði