Lárus og Guðmundur segjast ekki hafa samþykkt lánið Stígur Helgason skrifar 3. júlí 2013 13:00 Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til hlutabréfakaupa í Glitnis að áeggjan kollega sinna, Jóhannesar Baldurssonar og Elmars Svavarssonar, eftir að honum hafði mistekist að fá viðskiptavini einkabankaþjónustu bankans, þar sem hann var yfirmaður, til að kaupa bréfin sem í boði voru. Þetta kemur fram í ákæru gegn mönnunum sem sérstakur saksóknari hefur gefið út. Þremenningarnir hafa nú allir verið ákærðir fyrir umboðssvik við lánveitinguna ásamt Magnúsi Arnari Arngrímssyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Í ákæruskjalinu er rót fléttunnar í BK-málinu rakin til þess að í byrjun nóvember 2007 þurfti bankinn að gera upp framvirkan samning um hlutabréf við fjárfestingafélagið Gnúp. Glitnir þurfti að kaupa aftur 150 milljón hluti í sjálfum sér af Gnúpi og til að bankinn ætti ekki of stóran hlut í sjálfum sér þurfti hann á móti að tæma annað eins af bréfum úr GLB Hedge, sjóði sem hélt utan um varnir bankans vegna framvirkra samninga af þessu tagi, og koma þeim í verð. „Ákærðu Elmar og Jóhannes óskuðu eftir því að ákærði Birkir kannaði hvort viðskiptavinir einkabankaþjónustunnar hefðu áhuga á að kaupa allt að 150.000.000 hluti í bankanum án áhættu. Þegar ekki reyndist áhugi fyrir hendi hjá viðskiptavinum einkabankaþjónustunnar voru Birki, fyrir hönd BK-44, boðin bréfin til kaups með sömu skilmálum og féllst hann á að kaupa þau.“ Sérstaklega er tiltekið í ákærunni að Birkir hafi, í gegnum dótturfélag BK-44, átt 28 prósenta hlut í Gnúpi.Hagsmunir bankans virtir að vettugi Á þessum tímapunkti kom Magnús Arnar, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, til skjalanna, að því er segir í ákæru. Hann hafi sent tölvupóst á valda starfsmenn bankans þar sem hann staðhæfði að hann hefði fengið samþykki fyrir lánveitingunni, og hún hafi síðan gengið í gegn. Þetta segir sérstakur saksóknari að Magnús Arnar hafi gert í algjöru heimildarleysi. „Ekki verður séð að meðferð eða ákvörðun um lánveitinguna hafi verið byggð á lánabeiðni frá viðskiptastjóra eða lánastjóra í bankanum. Öll meðferð lánamálsins gekk í berhögg við lánareglur Glitnis og hagsmunir bankans voru virtir að vettugi.“ Og æðstu yfirmenn bankans segjast ekki hafa verið hafðir með í ráðum: „Lárus Welding, bankastjóri, og Guðmundur Hjaltason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, sem voru yfirmenn ákærða Magnúsar Arnar, kannast ekki við að hafa samþykkt lánveitinguna en Lárus var á umræddum tíma formaður áhættunefndar bankans,“ segir í ákærunni. Lárus og Guðmundur voru sem kunnugt er báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, í desemberlok fyrir umboðssvik með tíu milljarða lánveitingu til Milestone. Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira
Birkir Kristinsson tók 3,8 milljarða lán til hlutabréfakaupa í Glitnis að áeggjan kollega sinna, Jóhannesar Baldurssonar og Elmars Svavarssonar, eftir að honum hafði mistekist að fá viðskiptavini einkabankaþjónustu bankans, þar sem hann var yfirmaður, til að kaupa bréfin sem í boði voru. Þetta kemur fram í ákæru gegn mönnunum sem sérstakur saksóknari hefur gefið út. Þremenningarnir hafa nú allir verið ákærðir fyrir umboðssvik við lánveitinguna ásamt Magnúsi Arnari Arngrímssyni, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Í ákæruskjalinu er rót fléttunnar í BK-málinu rakin til þess að í byrjun nóvember 2007 þurfti bankinn að gera upp framvirkan samning um hlutabréf við fjárfestingafélagið Gnúp. Glitnir þurfti að kaupa aftur 150 milljón hluti í sjálfum sér af Gnúpi og til að bankinn ætti ekki of stóran hlut í sjálfum sér þurfti hann á móti að tæma annað eins af bréfum úr GLB Hedge, sjóði sem hélt utan um varnir bankans vegna framvirkra samninga af þessu tagi, og koma þeim í verð. „Ákærðu Elmar og Jóhannes óskuðu eftir því að ákærði Birkir kannaði hvort viðskiptavinir einkabankaþjónustunnar hefðu áhuga á að kaupa allt að 150.000.000 hluti í bankanum án áhættu. Þegar ekki reyndist áhugi fyrir hendi hjá viðskiptavinum einkabankaþjónustunnar voru Birki, fyrir hönd BK-44, boðin bréfin til kaups með sömu skilmálum og féllst hann á að kaupa þau.“ Sérstaklega er tiltekið í ákærunni að Birkir hafi, í gegnum dótturfélag BK-44, átt 28 prósenta hlut í Gnúpi.Hagsmunir bankans virtir að vettugi Á þessum tímapunkti kom Magnús Arnar, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, til skjalanna, að því er segir í ákæru. Hann hafi sent tölvupóst á valda starfsmenn bankans þar sem hann staðhæfði að hann hefði fengið samþykki fyrir lánveitingunni, og hún hafi síðan gengið í gegn. Þetta segir sérstakur saksóknari að Magnús Arnar hafi gert í algjöru heimildarleysi. „Ekki verður séð að meðferð eða ákvörðun um lánveitinguna hafi verið byggð á lánabeiðni frá viðskiptastjóra eða lánastjóra í bankanum. Öll meðferð lánamálsins gekk í berhögg við lánareglur Glitnis og hagsmunir bankans voru virtir að vettugi.“ Og æðstu yfirmenn bankans segjast ekki hafa verið hafðir með í ráðum: „Lárus Welding, bankastjóri, og Guðmundur Hjaltason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, sem voru yfirmenn ákærða Magnúsar Arnar, kannast ekki við að hafa samþykkt lánveitinguna en Lárus var á umræddum tíma formaður áhættunefndar bankans,“ segir í ákærunni. Lárus og Guðmundur voru sem kunnugt er báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, í desemberlok fyrir umboðssvik með tíu milljarða lánveitingu til Milestone.
Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira