Fór á fyllerí með David Grohl í tíunda bekk Frosti Logason skrifar 26. ágúst 2013 10:59 Nilfisk drengir. Eins og margir vita er hljómsveitin Kiriyama Family aðalhljómsveitin á Stór-Eyrarbakka og Stokkseyrarsvæðinu. Það vita það hinsvegar ekki jafnmargir að sú hljómsveit var reist á grunni hins goðsagnakennda bílskúrsbands Nilfisk. Nilfisk urðu frægir á einni nóttu þegar hljómsveitin Foo Fighters, með Dave Grohl í fararbroddi, birtist alveg óvænt í æfingarhúsnæði sveitarinnar í félagsheimilinu á Stokkseyri. Þetta var þann 25. ágúst árið 2003 fyrir sléttum 10 árum síðan, en strákarnir muna þetta eins og gerst hafi í gær. Harmageddon spjallaði við Víði Björnsson, gítarleikara Nilfisk og Kiriyama Family, í þættinum í morgun. Viðtalið er í spilara hér að ofan. Strákarnir voru í tíunda bekk á þessum tíma og fólk getur rétt ímyndað sér hverslags upplifun þetta hefur verið. Foo Fighters djömmuðu með þeim í æfingarhúsnæðinu og buðu þeim svo á Brennivíns fyllerí á eftir. Einum degi síðar stóðu svo Nilfisk drengir á sviðinu í Laugardalshöll fyrir framan sex þúsund manns. Fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar voru upphitunargigg fyrir Foo Fighters sem er ein stærsta rokksveit samtímans. Tveimur árum síðar komu Foo Fighters svo aftur í heimsókn á Stokkseyri og tóku þá með sér vini sína í Queens of the Stone Age. „Ég mun aldrei gleyma þessu. Sérstaklega ekki hvað ég var vandræðalegur daginn eftir. Ég var nefnilega bara fimmtán ára og þoldi ekkert mikið af Brennivíni. Ég hafði verið að borða bláber með David Grohl, og síðan fór ég að æla þarna fyrir framan hann svona fjólubláu gubbi. Ég hef aldrei séð mann hlæja jafn mikið og hann hló að mér þarna. Honum fannst þetta snilld.“ sagði Viddi sem tók það samt fram í viðtalinu að hann vildi alls ekki að mamma sín vissi af þessu. Harmageddon Mest lesið Tíu ástæður fyrir því að hugmynd Vigdísar er rosalega vond Harmageddon Of Monsters And Men eru byrjuð að vinna að nýju efni Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Fimm bestu Abba-lögin Harmageddon Á kafi í kynlífi Harmageddon Kanye West biður öryggisverði um að fjarlægja tónleikagest Harmageddon Allt öðruvísi útrás hefst Harmageddon Notuðu Twitter aðgang Mike Tyson til að kynna nýja plötu. Harmageddon Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon
Eins og margir vita er hljómsveitin Kiriyama Family aðalhljómsveitin á Stór-Eyrarbakka og Stokkseyrarsvæðinu. Það vita það hinsvegar ekki jafnmargir að sú hljómsveit var reist á grunni hins goðsagnakennda bílskúrsbands Nilfisk. Nilfisk urðu frægir á einni nóttu þegar hljómsveitin Foo Fighters, með Dave Grohl í fararbroddi, birtist alveg óvænt í æfingarhúsnæði sveitarinnar í félagsheimilinu á Stokkseyri. Þetta var þann 25. ágúst árið 2003 fyrir sléttum 10 árum síðan, en strákarnir muna þetta eins og gerst hafi í gær. Harmageddon spjallaði við Víði Björnsson, gítarleikara Nilfisk og Kiriyama Family, í þættinum í morgun. Viðtalið er í spilara hér að ofan. Strákarnir voru í tíunda bekk á þessum tíma og fólk getur rétt ímyndað sér hverslags upplifun þetta hefur verið. Foo Fighters djömmuðu með þeim í æfingarhúsnæðinu og buðu þeim svo á Brennivíns fyllerí á eftir. Einum degi síðar stóðu svo Nilfisk drengir á sviðinu í Laugardalshöll fyrir framan sex þúsund manns. Fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar voru upphitunargigg fyrir Foo Fighters sem er ein stærsta rokksveit samtímans. Tveimur árum síðar komu Foo Fighters svo aftur í heimsókn á Stokkseyri og tóku þá með sér vini sína í Queens of the Stone Age. „Ég mun aldrei gleyma þessu. Sérstaklega ekki hvað ég var vandræðalegur daginn eftir. Ég var nefnilega bara fimmtán ára og þoldi ekkert mikið af Brennivíni. Ég hafði verið að borða bláber með David Grohl, og síðan fór ég að æla þarna fyrir framan hann svona fjólubláu gubbi. Ég hef aldrei séð mann hlæja jafn mikið og hann hló að mér þarna. Honum fannst þetta snilld.“ sagði Viddi sem tók það samt fram í viðtalinu að hann vildi alls ekki að mamma sín vissi af þessu.
Harmageddon Mest lesið Tíu ástæður fyrir því að hugmynd Vigdísar er rosalega vond Harmageddon Of Monsters And Men eru byrjuð að vinna að nýju efni Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Fimm bestu Abba-lögin Harmageddon Á kafi í kynlífi Harmageddon Kanye West biður öryggisverði um að fjarlægja tónleikagest Harmageddon Allt öðruvísi útrás hefst Harmageddon Notuðu Twitter aðgang Mike Tyson til að kynna nýja plötu. Harmageddon Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon