Millilending í flugvallarmáli Ólafur Stephensen skrifar 29. október 2013 00:00 Samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar um innanlandsflug er ágæt millilending í máli sem var komið upp í loft. Þar er komið til móts við sjónarmið beggja; þeirra sem vilja flugvöllinn burt úr Vatnsmýri og þeirra sem vilja að miðstöð innanlandsflugs sé áfram í Reykjavík. Samkomulagið gerir ráð fyrir að vera flugvallarins í Vatnsmýrinni sé framlengd um sex ár, til 2022. Það þýðir að fótunum verður ekki kippt undan innanlandsfluginu á næsta kjörtímabili borgarstjórnar og leiðir reyndar líka af sér að flugvöllurinn verður ekki kosningamál í borgarstjórnarkosningunum. Það skiptir verulegu máli að í samkomulaginu opnar ríkið á þann möguleika að innanlandsflugvelli verði fundinn nýr staður á höfuðborgarsvæðinu. Það var ágætt að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skyldi hvorki hlusta á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem vildi skapa ?sátt? um að flugvöllurinn yrði í Vatnsmýrinni til frambúðar, né Höskuld Þórhallsson flokksbróður hans, sem vildi taka skipulagsvaldið í Vatnsmýrinni af Reykvíkingum. Þess í stað á að kanna aðra kosti og setja á stofn stýrihóp undir forystu Rögnu Árnadóttur, en hún nýtur víðtæks trausts. Til liðs við hópinn verða fengnir innlendir sérfræðingar og alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki ?með víðtæka reynslu af skipulagi og hönnun flugvalla?. Áherzla er lögð á að skoða þætti sem ekki hafa komið til athugunar áður þegar skoðaðir hafa verið nýir staðir fyrir flugvöll og hvatt til þess að í endurskoðun á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins verði möguleg ný flugvallarstæði ekki útilokuð. Svo fá hagsmunaaðilar að fylgjast náið með. Þetta er jákvæð nálgun, sem nær vonandi umræðunni um flugvöllinn upp úr skotgröfunum sem hún var komin í. Með því að vinna á þessum nótum ætti að vera hægt að finna beztu lausnina, sem felst í að tryggja að miðstöð innanlandsflugs verði áfram á höfuðborgarsvæðinu, en að jafnframt víki flugvöllurinn úr Vatnsmýri til að gefa Reykjavíkurborg svigrúm til að þéttast og þróast. Þannig verður til öflugri höfuðborg, sem rækir þjónustuhlutverk sitt við landsbyggðina og getur jafnframt boðið upp á fjölbreytilegri búsetu- og samgöngukosti fyrir borgarbúa framtíðarinnar. Samkomulagið er ekki gallalaust; áfram er gert ráð fyrir að hæstu trén í einum elzta útivistarskógi borgarbúa verði söguð niður og sett ljót lendingarljós á annað útivistarsvæði við Skerjafjörð. Það er ákveðin huggun að í samkomulaginu er kveðið á um að gera ljósin minna ljót og takmarka skógarhöggið. Þessi atriði varpa þó ljósi á það sem lítið hefur verið rætt; að Reykjavíkurflugvöllur er aðþrengdur og getur lítið þróazt. Í samkomulaginu stendur að skoða eigi sóknarfærin sem nýr flugvöllur með þróunarmöguleika til framtíðar hafi í för með sér. Það er í rauninni óhugsandi annað en að á höfuðborgarsvæðinu sé til annar staður fyrir flugvöll en Vatnsmýrin. Ef lítið kemur út úr útlendu ráðgjöfunum má kannski bara prófa að athuga hvort það er ekki einhver á lífi úr brezku verkfræðingasveitunum sem hönnuðu og lögðu flugvöllinn og spyrja hann: „Ef Vatnsmýrin hefði verið fullbyggð 1940, hvar hefðuð þið haft flugvöll?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar um innanlandsflug er ágæt millilending í máli sem var komið upp í loft. Þar er komið til móts við sjónarmið beggja; þeirra sem vilja flugvöllinn burt úr Vatnsmýri og þeirra sem vilja að miðstöð innanlandsflugs sé áfram í Reykjavík. Samkomulagið gerir ráð fyrir að vera flugvallarins í Vatnsmýrinni sé framlengd um sex ár, til 2022. Það þýðir að fótunum verður ekki kippt undan innanlandsfluginu á næsta kjörtímabili borgarstjórnar og leiðir reyndar líka af sér að flugvöllurinn verður ekki kosningamál í borgarstjórnarkosningunum. Það skiptir verulegu máli að í samkomulaginu opnar ríkið á þann möguleika að innanlandsflugvelli verði fundinn nýr staður á höfuðborgarsvæðinu. Það var ágætt að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skyldi hvorki hlusta á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem vildi skapa ?sátt? um að flugvöllurinn yrði í Vatnsmýrinni til frambúðar, né Höskuld Þórhallsson flokksbróður hans, sem vildi taka skipulagsvaldið í Vatnsmýrinni af Reykvíkingum. Þess í stað á að kanna aðra kosti og setja á stofn stýrihóp undir forystu Rögnu Árnadóttur, en hún nýtur víðtæks trausts. Til liðs við hópinn verða fengnir innlendir sérfræðingar og alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki ?með víðtæka reynslu af skipulagi og hönnun flugvalla?. Áherzla er lögð á að skoða þætti sem ekki hafa komið til athugunar áður þegar skoðaðir hafa verið nýir staðir fyrir flugvöll og hvatt til þess að í endurskoðun á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins verði möguleg ný flugvallarstæði ekki útilokuð. Svo fá hagsmunaaðilar að fylgjast náið með. Þetta er jákvæð nálgun, sem nær vonandi umræðunni um flugvöllinn upp úr skotgröfunum sem hún var komin í. Með því að vinna á þessum nótum ætti að vera hægt að finna beztu lausnina, sem felst í að tryggja að miðstöð innanlandsflugs verði áfram á höfuðborgarsvæðinu, en að jafnframt víki flugvöllurinn úr Vatnsmýri til að gefa Reykjavíkurborg svigrúm til að þéttast og þróast. Þannig verður til öflugri höfuðborg, sem rækir þjónustuhlutverk sitt við landsbyggðina og getur jafnframt boðið upp á fjölbreytilegri búsetu- og samgöngukosti fyrir borgarbúa framtíðarinnar. Samkomulagið er ekki gallalaust; áfram er gert ráð fyrir að hæstu trén í einum elzta útivistarskógi borgarbúa verði söguð niður og sett ljót lendingarljós á annað útivistarsvæði við Skerjafjörð. Það er ákveðin huggun að í samkomulaginu er kveðið á um að gera ljósin minna ljót og takmarka skógarhöggið. Þessi atriði varpa þó ljósi á það sem lítið hefur verið rætt; að Reykjavíkurflugvöllur er aðþrengdur og getur lítið þróazt. Í samkomulaginu stendur að skoða eigi sóknarfærin sem nýr flugvöllur með þróunarmöguleika til framtíðar hafi í för með sér. Það er í rauninni óhugsandi annað en að á höfuðborgarsvæðinu sé til annar staður fyrir flugvöll en Vatnsmýrin. Ef lítið kemur út úr útlendu ráðgjöfunum má kannski bara prófa að athuga hvort það er ekki einhver á lífi úr brezku verkfræðingasveitunum sem hönnuðu og lögðu flugvöllinn og spyrja hann: „Ef Vatnsmýrin hefði verið fullbyggð 1940, hvar hefðuð þið haft flugvöll?“
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun