Að dansa á línunni Teitur Guðmundsson skrifar 29. október 2013 06:00 Það er áhugavert að skoða það álag sem er á fólki nú til dags og hversu mörgum hlutverkum hver og einn er að sinna dags daglega. Það er af sem áður var þegar kynjahlutverkin voru allsráðandi og hálfpartinn meitluð í stein. Sem betur fer hefur orðið breyting hér á kynnu einhverjir að segja og ég er sammála þeim. Á undanförnum áratugum hefur orðið hröð umbreyting í samfélaginu og við erum að sjá þróun þar sem konur taka mun virkari þátt á öllum stigum atvinnulífsins, við höfum átt kvenkyns ráðherra um árabil og margar konur eru forstjórar eða framkvæmdastjórar sumra af stærstu fyrirtækjum landsins. Það er þó enn langt í land með þann jöfnuð sem við stefnum að þrátt fyrir að Ísland sé í efsta sæti hvað jafnrétti kynjanna snertir samkvæmt skýrslu World Economic Forum sem birt var nýverið. Þessi árangur okkar er eftirtektarverður og honum ber að fagna ásamt því að marka þá stefnu að halda þessu toppsæti framvegis. Eitt af lykilatriðum þessara breyttu tíma er að með aukinni menntun og möguleikum kvenna sem og karla hefur samkeppnisfærni landsins aukist. Þá hefur samskiptatækni breytt miklu þegar horft er til möguleika við fjarvinnu, hvort heldur sem er milli landa eða einfaldlega að heiman.Óskýrari mörk Mörkin á milli vinnu og einkalífs verða stöðugt óskýrari vegna þessara nýjunga og það er hægt að ná í okkur alltaf og alls staðar. Við þurfum ekki einu sinni að mæta til vinnu til að geta lokið verkefnum sem er bæði gott og slæmt. Ekki má gleyma því að hraðinn hefur aukist og þar með álagið á einstaklinginn í þessu umhverfi, slíkt getur leitt til streitu og jafnvel kulnunarástands sé ekki brugðist við. Við heilbrigðisstarfsfólk þekkjum það vel að líkamlegar kvartanir ýmiss konar geta verið afleiðingar álags um lengri eða skemmri tíma. Einstaklingar og fjölskyldur þeirra fara ekki varhluta af þessari þróun, kröfurnar sem gerðar eru til þeirra eru miklar, en ekki síður þær sem viðkomandi setur á sig sjálfur. Þannig getur skapast ákveðið ójafnvægi á milli vinnu og einkalífs þar sem vinnan er farin að taka upp mun meiri hluta en áður og hafa áhrif á daglegt líf viðkomandi. Þetta á við um bæði kynin, einstæðinga sem og þá sem eru í sambúð. Í þessu ójafnvægi myndast skuld einstaklingsins við vini, kunningja, áhugamál, fjölskyldu og síðast en ekki síst maka og börn. Þessu fylgir samviskubit og vanlíðan sem ekki lagast nema vítahringurinn sé rofinn.Jafnvægi er lykillinn Enska heitið Work Life Balance er notað um það jafnvægi sem þarf að skapa milli atvinnu og einkalífs, en í dag er þetta eitt af þeim viðfangsefnum sem eru hvað mest spennandi í stjórnun og mikið rætt. Ástæðan er sú fína lína sem þarf að finna til að hámarka afköst starfsmannsins eða einstaklingsins án þess að það hafi neikvæð áhrif á líðan hans og lífshamingju. Þessi hlið fyrirtækjanna sem hugsa fyrst og fremst um framlegð og hag af rekstri sínum er ekki endilega samrýmanleg við þarfir einstaklingsins. Það er þessi munur sem oftar en ekki veldur togstreitu bæði á vinnustaðnum sem og heimilinu. Afleiðingarnar geta verið umtalsverðar bæði heilsufarslegar en einnig félagslegar og má eflaust færa rök fyrir því að þessi neyslustefna útheimti aukna vinnu og þar með meiri fjarveru frá sínum nánustu, bæði hjá körlum og konum. Íslendingar eru með eitt hæsta hlutfall í heimi þar sem báðir foreldrar eru útivinnandi og skilum hvað flestum klukkustundum á viku í vinnu. Það hlýtur að vekja okkur til umhugsunar þegar við berum þær tölur saman við háa tíðni skilnaða og of mikla notkun á róandi, svefn- og geðlyfjum hérlendis. Kannski er meira samhengi þarna á milli en við höfum verið reiðubúin að viðurkenna fram til þessa, en slíkt þarfnast frekari skoðunar. Ef okkur á að takast að viðhalda þeim árangri sem við höfum náð, verðum við að tryggja að við göngum ekki um of á okkur í leiðinni, jafnvægi er lykillinn að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Það er áhugavert að skoða það álag sem er á fólki nú til dags og hversu mörgum hlutverkum hver og einn er að sinna dags daglega. Það er af sem áður var þegar kynjahlutverkin voru allsráðandi og hálfpartinn meitluð í stein. Sem betur fer hefur orðið breyting hér á kynnu einhverjir að segja og ég er sammála þeim. Á undanförnum áratugum hefur orðið hröð umbreyting í samfélaginu og við erum að sjá þróun þar sem konur taka mun virkari þátt á öllum stigum atvinnulífsins, við höfum átt kvenkyns ráðherra um árabil og margar konur eru forstjórar eða framkvæmdastjórar sumra af stærstu fyrirtækjum landsins. Það er þó enn langt í land með þann jöfnuð sem við stefnum að þrátt fyrir að Ísland sé í efsta sæti hvað jafnrétti kynjanna snertir samkvæmt skýrslu World Economic Forum sem birt var nýverið. Þessi árangur okkar er eftirtektarverður og honum ber að fagna ásamt því að marka þá stefnu að halda þessu toppsæti framvegis. Eitt af lykilatriðum þessara breyttu tíma er að með aukinni menntun og möguleikum kvenna sem og karla hefur samkeppnisfærni landsins aukist. Þá hefur samskiptatækni breytt miklu þegar horft er til möguleika við fjarvinnu, hvort heldur sem er milli landa eða einfaldlega að heiman.Óskýrari mörk Mörkin á milli vinnu og einkalífs verða stöðugt óskýrari vegna þessara nýjunga og það er hægt að ná í okkur alltaf og alls staðar. Við þurfum ekki einu sinni að mæta til vinnu til að geta lokið verkefnum sem er bæði gott og slæmt. Ekki má gleyma því að hraðinn hefur aukist og þar með álagið á einstaklinginn í þessu umhverfi, slíkt getur leitt til streitu og jafnvel kulnunarástands sé ekki brugðist við. Við heilbrigðisstarfsfólk þekkjum það vel að líkamlegar kvartanir ýmiss konar geta verið afleiðingar álags um lengri eða skemmri tíma. Einstaklingar og fjölskyldur þeirra fara ekki varhluta af þessari þróun, kröfurnar sem gerðar eru til þeirra eru miklar, en ekki síður þær sem viðkomandi setur á sig sjálfur. Þannig getur skapast ákveðið ójafnvægi á milli vinnu og einkalífs þar sem vinnan er farin að taka upp mun meiri hluta en áður og hafa áhrif á daglegt líf viðkomandi. Þetta á við um bæði kynin, einstæðinga sem og þá sem eru í sambúð. Í þessu ójafnvægi myndast skuld einstaklingsins við vini, kunningja, áhugamál, fjölskyldu og síðast en ekki síst maka og börn. Þessu fylgir samviskubit og vanlíðan sem ekki lagast nema vítahringurinn sé rofinn.Jafnvægi er lykillinn Enska heitið Work Life Balance er notað um það jafnvægi sem þarf að skapa milli atvinnu og einkalífs, en í dag er þetta eitt af þeim viðfangsefnum sem eru hvað mest spennandi í stjórnun og mikið rætt. Ástæðan er sú fína lína sem þarf að finna til að hámarka afköst starfsmannsins eða einstaklingsins án þess að það hafi neikvæð áhrif á líðan hans og lífshamingju. Þessi hlið fyrirtækjanna sem hugsa fyrst og fremst um framlegð og hag af rekstri sínum er ekki endilega samrýmanleg við þarfir einstaklingsins. Það er þessi munur sem oftar en ekki veldur togstreitu bæði á vinnustaðnum sem og heimilinu. Afleiðingarnar geta verið umtalsverðar bæði heilsufarslegar en einnig félagslegar og má eflaust færa rök fyrir því að þessi neyslustefna útheimti aukna vinnu og þar með meiri fjarveru frá sínum nánustu, bæði hjá körlum og konum. Íslendingar eru með eitt hæsta hlutfall í heimi þar sem báðir foreldrar eru útivinnandi og skilum hvað flestum klukkustundum á viku í vinnu. Það hlýtur að vekja okkur til umhugsunar þegar við berum þær tölur saman við háa tíðni skilnaða og of mikla notkun á róandi, svefn- og geðlyfjum hérlendis. Kannski er meira samhengi þarna á milli en við höfum verið reiðubúin að viðurkenna fram til þessa, en slíkt þarfnast frekari skoðunar. Ef okkur á að takast að viðhalda þeim árangri sem við höfum náð, verðum við að tryggja að við göngum ekki um of á okkur í leiðinni, jafnvægi er lykillinn að því.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun