Stálu 4,5 tonnum af smápeningum úr stöðumælum Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2013 14:45 Annar þjófurinn staðinn að verki með fullan poka af smápeningum Á tíu árum tókst tveimur starfsmönnum við stöðumælaviðgerðir í bandarísku borginni Buffalo í New York fylki að stela andvirði 200.000 dollara í 25 senta smápeningum. Það þýðir að þeir þurftu að komast yfir 800.000 smápeninga úr stöðumælunum sem vega alls 4,54 tonn. Andvirðið nemur um 24 milljónum króna. Þjófarnir stálu peningunum einungis úr eldri gerð stöðumæla en annað starfsfólk bílastæðasjóðsins þar í borg hafði tekið eftir að tekjur af nýrri gerðum mælanna voru umtalsvert meiri en þeirra eldri. Varð það til þess að rannsókn var hafin á misræminu sem leiddi til þess að þjófarnir voru gómaðir glóðvolgir. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent
Á tíu árum tókst tveimur starfsmönnum við stöðumælaviðgerðir í bandarísku borginni Buffalo í New York fylki að stela andvirði 200.000 dollara í 25 senta smápeningum. Það þýðir að þeir þurftu að komast yfir 800.000 smápeninga úr stöðumælunum sem vega alls 4,54 tonn. Andvirðið nemur um 24 milljónum króna. Þjófarnir stálu peningunum einungis úr eldri gerð stöðumæla en annað starfsfólk bílastæðasjóðsins þar í borg hafði tekið eftir að tekjur af nýrri gerðum mælanna voru umtalsvert meiri en þeirra eldri. Varð það til þess að rannsókn var hafin á misræminu sem leiddi til þess að þjófarnir voru gómaðir glóðvolgir.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent