Handbolti

Bjarki: Það má líka refsa dómurunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Safamýri skrifar
Bjarki Sigurðsson.
Bjarki Sigurðsson.
Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR-inga, var hundóánægður með frammistöðu dómaranna í tapleik sinna manna gegn Fram í Olísdeild karla í kvöld.

Framarar unnu þriggja marka sigur en ÍR var nálægt því að hleypa spennu í lokamínúturnar. Það tókst hins vegar ekki. Bjarki tók fram að ÍR-ingar hafi fyrst og fremst tapað leiknum vegna lélegrar frammistöðu sinna manna en að dómgæslan hafi verið afar slök.

„Það voru alls kyns vafaatriði sem mér fannst vera okkur í óhag. Í hálfleiknum viðurkenndu þeir að einn vítadómurinn hjá þeim var vitlaus og maður veit vel að dómarar gera mistök - það er ekkert að því. Og það er allt í lagi að viðurkenna þau,“ sagði Bjarki við Vísi.

„En heilt yfir var frammistaða þeirra slök. Okkur þjálfurum og leikmönnum er refsað fyrir slæm mistök og af hverju má ekki refsa dómurum líka? Það hlýtur að mega tala um það líka. Það er að minnsta kosti mín skoðun.“

Nánari umfjöllun og viðtöl má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×