Náði McLaren P1 ekki tíma Porsche 918 á Nürburgring? Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2013 11:15 Porsche 918 í loftköstum á Nürburgring brautinni. on Dennis hjá McLaren fullyrti á dögunum að nýjasti bíll þeirra, P1, myndi slá við öllum tímum á Nürburgring brautinni þýsku. Svo var farið með P1 á brautina og fréttir herma að hann hafi náð tímanum 7:03 mínútum, sem var þá met löglegra götubíla. Ekki löngu síðar fór Porsche með nýjasta bíl sinn, Porsche 918 Spyder á brautina og náði fyrstur allra bíla undir 7 mínútum, eða 6:57. Getur verið að ástæðan fyrir því að McLaren hefur ekki enn tilkynnt um tíma P1, sem er þó með öflugri vél en Porsche bíllinn, hafi einfaldlega ekki náð tíma hans? McLaren P1 er með 903 hestafla vél en Porsche 918 með 887 hestöfl, auk þess að vera örlítið þyngri en McLaren P1. Aftur fór McLaren með bíl sinn á Nürburgring, en ekkert hefur heyrst af tíma hans og bendar það einfaldlega til þess að honum hafi ekki tekist að slá út tíma Porsche 918. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
on Dennis hjá McLaren fullyrti á dögunum að nýjasti bíll þeirra, P1, myndi slá við öllum tímum á Nürburgring brautinni þýsku. Svo var farið með P1 á brautina og fréttir herma að hann hafi náð tímanum 7:03 mínútum, sem var þá met löglegra götubíla. Ekki löngu síðar fór Porsche með nýjasta bíl sinn, Porsche 918 Spyder á brautina og náði fyrstur allra bíla undir 7 mínútum, eða 6:57. Getur verið að ástæðan fyrir því að McLaren hefur ekki enn tilkynnt um tíma P1, sem er þó með öflugri vél en Porsche bíllinn, hafi einfaldlega ekki náð tíma hans? McLaren P1 er með 903 hestafla vél en Porsche 918 með 887 hestöfl, auk þess að vera örlítið þyngri en McLaren P1. Aftur fór McLaren með bíl sinn á Nürburgring, en ekkert hefur heyrst af tíma hans og bendar það einfaldlega til þess að honum hafi ekki tekist að slá út tíma Porsche 918.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent