Þakklát fyrir foreldra mína Marín Manda skrifar 28. júní 2013 12:30 Elísabet Eyþórsdóttir söngkona. Myndir/Valli Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir er meðlimur hljómsveitarinnar Sísý Ey sem skotist hefur fram á sjónarsviðið að undanförnu. Elísabet hefur verið umkringd tónlist frá blautu barnsbeini, en fjölskylda hennar hefur lifað og hrærst í tónlistarheiminum. Lífið ræddi við Elísubetu um æskuna, hljómsveitina , listamannalífið og hvernig það er að elska konu. Hvað ertu að fást við þessa dagana? „Ég er aðallega að vinna við tónlist með Sísý Ey þessa dagana.“Hvar ólstu upp? „Ég ólst upp að mestu leyti miðsvæðis. Við fluttum í Grafarvoginn í nokkur ár en svo aftur í miðbæinn. Mamma og pabbi eru búin að vera saman í yfir 30 ár og eru ótrúlega góð og yndisleg. Ég er svo þakklát fyrir að eiga þau sem foreldra því við erum svo náin.“Eruð þið þrjár systurnar eða eruð þið fleiri systkinin? „Við eigum svo einn bróður sem er 15 ára og er algjör snillingur. Það er mjög mikill vinskapur á milli okkar sem ég er ótrúlega þakklát fyrir. Mamma og pabbi eru svo ótrúlega góð og yndisleg. Ég er svo þakklát fyrir að eiga þau sem foreldra því við erum öll mjög náin.“ Foreldrar Elísabetar eru Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Eyþór Gunnarsson píanóleikari í Mezzoforte en Elísabet segir að það hafi aldrei verið nein pressa frá foreldrum hennar að þær systur veldu tónlistina sem framabraut.Gaf það auga leið að þú myndir velja tónlistarbrautina eins og foreldrar þínir? „Ég ætlaði alltaf að verða söngkona og píanóleikari af því að mig langaði að vera bæði eins og mamma og pabbi því ég hef alltaf litið svo mikið upp til þeirra. Við systurnar fengum að ráða því alveg 100 prósent sjálfar hvað okkur langaði að gera í lífinu og það vildi bara svo til að við vildum allar vinna við tónlist.“Hvernig kom það til að þið stofnuðuð hljómsveit saman og hvaðan kemur nafnið? „Hugmyndin að bandinu kom frá Carmen vinkonu okkar árið 2011 en hún er einnig í Sísý Ey. Henni fannst sniðugt að fá okkur systur til að syngja saman og í framhaldi af því fengum við snillinginn hann Friðfinn með okkur í bandið. Nafnið á hljómsveitinni kom frá Sóleyju frænku okkar systra en amma okkar var kölluð Sísý og átti hún mjög mikinn þátt í okkar lífi. Hún hvatti okkur mikið í tónlistinni og bara í öllu sem við gerðum. Hún var mín stærsta fyrirmynd í lífinu. Ey er svo bara stytting á nafninu hans pabba.“Elísabet Eyþórsdóttir söngkonaEin stór fjölskyldaHvernig er fyrirkomulagið í bandinu, er ekki einn karlmaður innan um allar konurnar? „Jú Friffi, eða Friðfinnur Sigurðsson, er eini karlmaðurinn í bandinu en það er aldrei neitt vesen vegna þess. Við erum oftast bara ein stór hamingjusöm fjölskylda og allir geta talað um allt. Friffi sér um „beat“-in og tekur allt upp sem við gerum. Við vinnum að lögunum saman og pössum bara að allir séu sáttir og þá gengur bara rosalega vel.“Spilið þið systurnar á hljóðfæri? „Já, ég spila á píanó og hef verið að fikta við að spila á bassa. Elín spilar á gítar og Sigga á píanó og gítar. Friffi spilar á allt mögulegt og Carmen á saxafón. Eins og er þá sjá Elín og Friffi um að spila á hljóðfærin. Friffi spilar alla „synthana“ og öll hljóð í lögunum okkar.“Mögnuð upplifun á SónarNú voruð þið að spila á Sónar Reykjavík og þið voruð einnig að spila á Sónar Barcelona, hvernig var það? „Það var mikill heiður að fá að vera með á Sónarhátíðinni í Barcelona og hópurinn okkar var ekki af verri endanum. Wow Air styrkti okkur með ferðinni út og gerði okkur þannig kleift að komast öll saman. Hátíðin bauð upp á ótrúlega mikið af flottri tónlist og tónleikarnir okkar gengu rosalega vel. Fólkið dansaði og það er svo góð tilfinning að sjá alla í svona skemmtilegri stemningu. Það var bara rosaleg upplifun. Við fengum hjálp frá vinum okkar til að gera þetta mögulegt en Imba vinkona sérhannaði búninga á okkur og Magga vinkona aðstoðaði líka. Svo fengum við Adda, sem er líka þekktur sem Intro Beats, til að taka upp tónleikana upp á vídjó. Unnsteinn Manuel söng svo með okkur eitt lag og peppaði áhorfendur upp. Án þeirra hefði þetta alls ekki verið mögulegt. Það er eitthvað magnað við það að dansa með fullt af fólki um miðjan dag í 30 stiga hita við geggjaða tónlist. Við fórum út fimm dögum fyrir tónleikana og náðum að slaka á í sólinni og komast í mega gír fyrir tónleikana. Hljómsveitin fór öll saman á æðislega strönd í einstaklega fallegum bæ sem heitir Sitges. Ég held að það hafi verið eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert.“Hvaða verkefni eru í deiglunni hjá ykkur í sumar? „Næst á dagskrá er bara að halda áfram að semja og vinna að öllu sem fylgir því. Svo erum við að fara hita upp fyrir Chic og að spila á Listasafninu um helgina. Það er allt mögulegt í gangi sem er mjög spennandi.“Hvert eruð þið að stefna með hljómsveitina ykkar? Eru fleiri smáskífur á leiðinni? „Við stefnum á einhvern góðan stað vonandi og við erum að vinna í útgáfumálum þannig að það fer að koma að því.“mynd/einkasafnHvernig er að vera tónlistarkona á Íslandi? Er hægt að lifa á listinni? „Það er gaman að vera tónlistarkona á Íslandi. Mér finnst samt mikilvægt að setja fókusinn aðallega á útlönd því þar er stærri markaður fyrir tónlistina okkar. Það er ótrúlega gaman hversu góðar viðtökur við erum búin að fá hér heima og erlendis. Trúi stundum ekki að þetta sé í alvöru að gerast. Þetta er svo sannarlega draumur að rætast. Ég vona bara að ég geti lifað á því í framtíðinni.“ Er ástfangin af konuHvað veitir þér innblástur? „Strákurinn minn, kærastan mín, fjölskyldan, vinir mínir, góð tónlist og jákvæð viðhorf til lífsins.“Nú ert þú í sambandi með konu, hafið þið verið lengi saman? „Ég er í sambandi með konu, já. Það er auðvitað allt öðruvísi að vera með konu í sambandi eða karlmanni, en fyrir mig er það algjörlega málið. Natalie er klárlega minn betri helmingur og ég er rosa ástfangin af henni. Við höfum þekkst lengi og eigum okkar sögu. Ég hef verið algjörlega opin með kynhneigð mína og það skiptir fjölskylduna mína engu máli hvort ég sé með konu eða karlmanni.“ Hver eða hverjar eru fyrirmyndir þínar í tónlist, tísku og lífinu almennt? „Fólk sem fylgir hjartanu í lífi og starfi, er auðmjúkt, hjálpsamt og jákvætt finnst mér alltaf vera til fyrirmyndar. Svo eru mamma og pabbi alltaf mín stærsta fyrirmynd í tónlist. Í tísku finnst mér fólk sem getur fylgt sinni sannfæringu um hvað sé flott og borið það með stolti.“Hvað er hamingja í þínum huga? „Hamingja í mínum huga er það að geta verið jákvæður og þakklátur fyrir það sem maður hefur í lífinu. Svo er það fimm ára strákurinn minn sem er algjör snillingur. Hann elskar allt sem viðkemur tónlist og er ótrúlega músíkalskur. Hann hefur mjög sterkar skoðanir á tónlist og hann syngur, „beatboxar“, trommar og dansar mikið. Hann biður aðallega um lög með Prodigy en fyrsta orðið hans var „prodigy“. Við barnsfaðir minn erum góðir vinir þannig að þetta gengur allt saman upp.“ Hvar viltu vera eftir 5 ár? „Það er erfitt að segja, ég tek bara einn dag í einu og nýt þess að vera til,“ segir Elísabet að lokum. Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir er meðlimur hljómsveitarinnar Sísý Ey sem skotist hefur fram á sjónarsviðið að undanförnu. Elísabet hefur verið umkringd tónlist frá blautu barnsbeini, en fjölskylda hennar hefur lifað og hrærst í tónlistarheiminum. Lífið ræddi við Elísubetu um æskuna, hljómsveitina , listamannalífið og hvernig það er að elska konu. Hvað ertu að fást við þessa dagana? „Ég er aðallega að vinna við tónlist með Sísý Ey þessa dagana.“Hvar ólstu upp? „Ég ólst upp að mestu leyti miðsvæðis. Við fluttum í Grafarvoginn í nokkur ár en svo aftur í miðbæinn. Mamma og pabbi eru búin að vera saman í yfir 30 ár og eru ótrúlega góð og yndisleg. Ég er svo þakklát fyrir að eiga þau sem foreldra því við erum svo náin.“Eruð þið þrjár systurnar eða eruð þið fleiri systkinin? „Við eigum svo einn bróður sem er 15 ára og er algjör snillingur. Það er mjög mikill vinskapur á milli okkar sem ég er ótrúlega þakklát fyrir. Mamma og pabbi eru svo ótrúlega góð og yndisleg. Ég er svo þakklát fyrir að eiga þau sem foreldra því við erum öll mjög náin.“ Foreldrar Elísabetar eru Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Eyþór Gunnarsson píanóleikari í Mezzoforte en Elísabet segir að það hafi aldrei verið nein pressa frá foreldrum hennar að þær systur veldu tónlistina sem framabraut.Gaf það auga leið að þú myndir velja tónlistarbrautina eins og foreldrar þínir? „Ég ætlaði alltaf að verða söngkona og píanóleikari af því að mig langaði að vera bæði eins og mamma og pabbi því ég hef alltaf litið svo mikið upp til þeirra. Við systurnar fengum að ráða því alveg 100 prósent sjálfar hvað okkur langaði að gera í lífinu og það vildi bara svo til að við vildum allar vinna við tónlist.“Hvernig kom það til að þið stofnuðuð hljómsveit saman og hvaðan kemur nafnið? „Hugmyndin að bandinu kom frá Carmen vinkonu okkar árið 2011 en hún er einnig í Sísý Ey. Henni fannst sniðugt að fá okkur systur til að syngja saman og í framhaldi af því fengum við snillinginn hann Friðfinn með okkur í bandið. Nafnið á hljómsveitinni kom frá Sóleyju frænku okkar systra en amma okkar var kölluð Sísý og átti hún mjög mikinn þátt í okkar lífi. Hún hvatti okkur mikið í tónlistinni og bara í öllu sem við gerðum. Hún var mín stærsta fyrirmynd í lífinu. Ey er svo bara stytting á nafninu hans pabba.“Elísabet Eyþórsdóttir söngkonaEin stór fjölskyldaHvernig er fyrirkomulagið í bandinu, er ekki einn karlmaður innan um allar konurnar? „Jú Friffi, eða Friðfinnur Sigurðsson, er eini karlmaðurinn í bandinu en það er aldrei neitt vesen vegna þess. Við erum oftast bara ein stór hamingjusöm fjölskylda og allir geta talað um allt. Friffi sér um „beat“-in og tekur allt upp sem við gerum. Við vinnum að lögunum saman og pössum bara að allir séu sáttir og þá gengur bara rosalega vel.“Spilið þið systurnar á hljóðfæri? „Já, ég spila á píanó og hef verið að fikta við að spila á bassa. Elín spilar á gítar og Sigga á píanó og gítar. Friffi spilar á allt mögulegt og Carmen á saxafón. Eins og er þá sjá Elín og Friffi um að spila á hljóðfærin. Friffi spilar alla „synthana“ og öll hljóð í lögunum okkar.“Mögnuð upplifun á SónarNú voruð þið að spila á Sónar Reykjavík og þið voruð einnig að spila á Sónar Barcelona, hvernig var það? „Það var mikill heiður að fá að vera með á Sónarhátíðinni í Barcelona og hópurinn okkar var ekki af verri endanum. Wow Air styrkti okkur með ferðinni út og gerði okkur þannig kleift að komast öll saman. Hátíðin bauð upp á ótrúlega mikið af flottri tónlist og tónleikarnir okkar gengu rosalega vel. Fólkið dansaði og það er svo góð tilfinning að sjá alla í svona skemmtilegri stemningu. Það var bara rosaleg upplifun. Við fengum hjálp frá vinum okkar til að gera þetta mögulegt en Imba vinkona sérhannaði búninga á okkur og Magga vinkona aðstoðaði líka. Svo fengum við Adda, sem er líka þekktur sem Intro Beats, til að taka upp tónleikana upp á vídjó. Unnsteinn Manuel söng svo með okkur eitt lag og peppaði áhorfendur upp. Án þeirra hefði þetta alls ekki verið mögulegt. Það er eitthvað magnað við það að dansa með fullt af fólki um miðjan dag í 30 stiga hita við geggjaða tónlist. Við fórum út fimm dögum fyrir tónleikana og náðum að slaka á í sólinni og komast í mega gír fyrir tónleikana. Hljómsveitin fór öll saman á æðislega strönd í einstaklega fallegum bæ sem heitir Sitges. Ég held að það hafi verið eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert.“Hvaða verkefni eru í deiglunni hjá ykkur í sumar? „Næst á dagskrá er bara að halda áfram að semja og vinna að öllu sem fylgir því. Svo erum við að fara hita upp fyrir Chic og að spila á Listasafninu um helgina. Það er allt mögulegt í gangi sem er mjög spennandi.“Hvert eruð þið að stefna með hljómsveitina ykkar? Eru fleiri smáskífur á leiðinni? „Við stefnum á einhvern góðan stað vonandi og við erum að vinna í útgáfumálum þannig að það fer að koma að því.“mynd/einkasafnHvernig er að vera tónlistarkona á Íslandi? Er hægt að lifa á listinni? „Það er gaman að vera tónlistarkona á Íslandi. Mér finnst samt mikilvægt að setja fókusinn aðallega á útlönd því þar er stærri markaður fyrir tónlistina okkar. Það er ótrúlega gaman hversu góðar viðtökur við erum búin að fá hér heima og erlendis. Trúi stundum ekki að þetta sé í alvöru að gerast. Þetta er svo sannarlega draumur að rætast. Ég vona bara að ég geti lifað á því í framtíðinni.“ Er ástfangin af konuHvað veitir þér innblástur? „Strákurinn minn, kærastan mín, fjölskyldan, vinir mínir, góð tónlist og jákvæð viðhorf til lífsins.“Nú ert þú í sambandi með konu, hafið þið verið lengi saman? „Ég er í sambandi með konu, já. Það er auðvitað allt öðruvísi að vera með konu í sambandi eða karlmanni, en fyrir mig er það algjörlega málið. Natalie er klárlega minn betri helmingur og ég er rosa ástfangin af henni. Við höfum þekkst lengi og eigum okkar sögu. Ég hef verið algjörlega opin með kynhneigð mína og það skiptir fjölskylduna mína engu máli hvort ég sé með konu eða karlmanni.“ Hver eða hverjar eru fyrirmyndir þínar í tónlist, tísku og lífinu almennt? „Fólk sem fylgir hjartanu í lífi og starfi, er auðmjúkt, hjálpsamt og jákvætt finnst mér alltaf vera til fyrirmyndar. Svo eru mamma og pabbi alltaf mín stærsta fyrirmynd í tónlist. Í tísku finnst mér fólk sem getur fylgt sinni sannfæringu um hvað sé flott og borið það með stolti.“Hvað er hamingja í þínum huga? „Hamingja í mínum huga er það að geta verið jákvæður og þakklátur fyrir það sem maður hefur í lífinu. Svo er það fimm ára strákurinn minn sem er algjör snillingur. Hann elskar allt sem viðkemur tónlist og er ótrúlega músíkalskur. Hann hefur mjög sterkar skoðanir á tónlist og hann syngur, „beatboxar“, trommar og dansar mikið. Hann biður aðallega um lög með Prodigy en fyrsta orðið hans var „prodigy“. Við barnsfaðir minn erum góðir vinir þannig að þetta gengur allt saman upp.“ Hvar viltu vera eftir 5 ár? „Það er erfitt að segja, ég tek bara einn dag í einu og nýt þess að vera til,“ segir Elísabet að lokum.
Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira