Lífið

Vel heppnuð Páskagleði

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi á vel heppnuðum tónleikum sem báru yfirskriftina Páskagleði. Þar komu fram listamenn sem allir eiga það sameiginlegt að sögn tónleikahaldara að spila tónlist sem einkennist af gleði og það á heldur betur við um páskana.

Skoða allar myndirnar hér.

Flutningur Ásgeirs Trausta sem vann til ferna verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum vakti lukku tónleikagesta.

Inga oftast kennd við Nasa og Páll Óskar voru í stuði.

Þórunn Antonía söng danstónlist sem fékk gesti heldur betur til að dilla sér.

Fjölmenni sótti Páskagleðina.

Daníel Ágúst var í essinu sínu hvítklæddur og smart.

Í myndaalbúmi hér fyrir neðan má einnig sjá hljómsveitina Sísí Ey og plötusnúðinn Margeir sem komu líka fram á tónleikunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×