Nadal flengdi Federer í Róm Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. maí 2013 11:41 Rafael Nadal við keppni í gær. Mynd/GettyImages Spánverjinn Rafael Nadal fór illa með Svisslendinginn Roger Federer í úrslitaleik Opna ítalska meistaramótsins í tennis sem lauk í gær. Nadal hreinlega flengdi Federer í úrslitaleiknum og vann leikinn í tveimur settum, 6-1 og 6-3. Aðeins tók 68 mínútur að ljúka leiknum sem þykir stuttur leiktími í tennisheiminum. Nadal hefur verið í frábæru formi síðan hann snéri tilbaka úr meiðslum í febrúar. Hann var frá keppni í sjö mánuði vegna meiðsla en hefur nú unnið sex af síðustu átta mótum sínum og er þetta í sjöunda sinn sem þessi 26 ára tennisleikari sigrar á Opna ítalska. „Það er algjör draumur fyrir mig að hafa unnið sex mót af síðustu átta. Ég hefði aldrei trúað að ég gæti náð þessum árangri þegar ég snéri tilbaka í febrúar,“ segir Nadal. Opna franska meistaramótið, sem er eitt af risamótunum fjórum í tennisheiminum, er framundan og þykir Nadal nú sigurstranglegastur. Með sigrinum í gær fór Nadal upp í fjórða sæti heimslistans og kemur það í veg fyrir að hann geti mætt besta tennisleikara heims um þessar mundir, Serbanum Novak Djokovic, fyrr en í undanúrslitum á Opna franska mótinu.Nadal í sérflokki á leirvöllumLeikið var á leirvelli á Opna ítalska mótinu um helgina en það er einnig gert á Opna franska. Það eru fáir tennisleikarar sem leika betur á leir en Nadal og réð Federer ekkert við Spánverjarnn. „Hann lék mjög sókndjarft frá upphafi. Nadal gerði ekki mörg mistök og átti mjög góðan leik. Rafa hafði mun meiri toppspuna en allir aðrir í mótinu og ég réð illa við það. Ég reyndi að sækja en því miður þá átti ég ekki minn besta dag,“ sagði Federer. Nadal hefur unnið 11 stórmót á ferli sínum og hafa sjö sigrar hans komið á Opna franska. Hann þykir því mjög sigurstranglegur og yfirburðir hans á leirvelli þóttu augljósir á Opna ítalska um helgina. Erlendar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal fór illa með Svisslendinginn Roger Federer í úrslitaleik Opna ítalska meistaramótsins í tennis sem lauk í gær. Nadal hreinlega flengdi Federer í úrslitaleiknum og vann leikinn í tveimur settum, 6-1 og 6-3. Aðeins tók 68 mínútur að ljúka leiknum sem þykir stuttur leiktími í tennisheiminum. Nadal hefur verið í frábæru formi síðan hann snéri tilbaka úr meiðslum í febrúar. Hann var frá keppni í sjö mánuði vegna meiðsla en hefur nú unnið sex af síðustu átta mótum sínum og er þetta í sjöunda sinn sem þessi 26 ára tennisleikari sigrar á Opna ítalska. „Það er algjör draumur fyrir mig að hafa unnið sex mót af síðustu átta. Ég hefði aldrei trúað að ég gæti náð þessum árangri þegar ég snéri tilbaka í febrúar,“ segir Nadal. Opna franska meistaramótið, sem er eitt af risamótunum fjórum í tennisheiminum, er framundan og þykir Nadal nú sigurstranglegastur. Með sigrinum í gær fór Nadal upp í fjórða sæti heimslistans og kemur það í veg fyrir að hann geti mætt besta tennisleikara heims um þessar mundir, Serbanum Novak Djokovic, fyrr en í undanúrslitum á Opna franska mótinu.Nadal í sérflokki á leirvöllumLeikið var á leirvelli á Opna ítalska mótinu um helgina en það er einnig gert á Opna franska. Það eru fáir tennisleikarar sem leika betur á leir en Nadal og réð Federer ekkert við Spánverjarnn. „Hann lék mjög sókndjarft frá upphafi. Nadal gerði ekki mörg mistök og átti mjög góðan leik. Rafa hafði mun meiri toppspuna en allir aðrir í mótinu og ég réð illa við það. Ég reyndi að sækja en því miður þá átti ég ekki minn besta dag,“ sagði Federer. Nadal hefur unnið 11 stórmót á ferli sínum og hafa sjö sigrar hans komið á Opna franska. Hann þykir því mjög sigurstranglegur og yfirburðir hans á leirvelli þóttu augljósir á Opna ítalska um helgina.
Erlendar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira