Lífið

Russell Brand lýkur grínferðalagi á Íslandi

Grínistinn og fjölmiðlastjarnan Russell Brand kemur til Íslands í desember á þessu ári og lýkur þá viðamiklu uppistandi hans sem ber heitið Messiah Complex.
Grínistinn og fjölmiðlastjarnan Russell Brand kemur til Íslands í desember á þessu ári og lýkur þá viðamiklu uppistandi hans sem ber heitið Messiah Complex.

Grínistinn og fjölmiðlastjarnan Russell Brand kemur til Íslands í desember á þessu ári og lýkur þá viðamiklu uppistandi hans sem ber heitið Messiah Complex.

Sýningin mun takast á við trúarbrögð og hetjur mannkynsögunnar samkvæmt erlendum fjölmiðlum, en hann mun einblína með grínið að vopni á byltingaleiðtogann Che Guevara, mannréttindafrömuðina Gandhi og Malcolm X og svo Jesús Krist sjálfan.

Fyrirhuguð sýning hefur vakið mikla athygli meðal annars vegna þess að Brand hyggst meðal annars troða upp í Mið-austurlöndum, svo sem Abu Dabi og í Ísrael. Í síðara landinu hafa ýmsir hópar hvatt landa sína að sniðganga sýninguna vegna afstöðu Brand til Palestínu.

Grínistinn mun ljúka hálfs árs ferð sinni á Íslandi 9. desember næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.