Darri upp á spítala en Þórsarar unnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2013 21:09 Darri Hilmarsson. Mynd/Vilhelm Darri Hilmarsson, lykilmaður Þórsara var fluttur á spítala eftir að hafa meiðst í leik Þórs og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsliðinu tókst þó að klára leikinn án Darra og tryggja sér tveggja stiga sigur, 83-81. David Jackson skoraði 30 stig fyrir Þórsliðið og Benjamin Smith var með 17 stig þar af 7 þeirra í fjórða leikhlutanum. Guðmundur Jónsson var stigahæstur íslensku leikmanna liðsins með 15 stig. Drew Gibson var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Tindastól og Helgi Rafn Viggósson skoraði 15 stig. Fyrsti leikhlutinn var jafn en Þórsarar voru með tveggja stiga forskot við lok hans, 20-18, eftir að David Jackson endaði leikhlutann á því að setja niður þriggja stiga körfu. Darri Hilmarsson meiddist í fyrsta leikhlutanum og er líklega viðbeinsbrotinn. Þórsarar voru áfram skrefinu á undan í öðrum leikhluta og leiddu með þremur stigum í hálfleik, 39-36. Þórsliðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst fljótlega tíu stigum yfir, 48-38 en Stólarnir minnkuðu þetta niður í þrjú stig, 59-56, fyrir lokaleikhlutann. Þórsarar héldu áfram frumkvæðinu og voru fimm stigum yfir, 77-72, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Stólarnir unnu upp þann mun og komust einu stigi yfir, 80-79, þegar hálf mínúta var eftir í kjölfar þess að Þórsarinn David Jackson fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu. David Jackson bætti fyrir þetta þegar hann tók sóknafrákast og kom Þór aftur yfir, 81-80, þegar 14 sekúndur voru eftir. Grétar Erlendsson stal boltanum af Tindastólsmönnum í næstu sókn og Guðmundur Jónsson kom Þór í 83-80 með því að setja niður tvö víti þegar þrjár sekúndur voru eftir. Tindastólsmaðurinn Svavar Birgisson fékk þá tvö víti þegar sekúnda var eftir, nýtti það fyrra en ekki það síðara. Grétar náði frákastinu og sigur Þórs var í höfn.Þór Þ.-Tindastóll 83-81 (20-18, 19-18, 20-20, 24-25)Þór Þ.: David Bernard Jackson 30/5 fráköst, Benjamin Curtis Smith 17, Guðmundur Jónsson 15, Grétar Ingi Erlendsson 12/8 fráköst, Darrell Flake 6/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 3.Tindastóll: Drew Gibson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 15/8 fráköst, George Valentine 13/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 11, Tarick Johnson 11, Svavar Atli Birgisson 4, Hreinn Gunnar Birgisson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Darri Hilmarsson, lykilmaður Þórsara var fluttur á spítala eftir að hafa meiðst í leik Þórs og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Þórsliðinu tókst þó að klára leikinn án Darra og tryggja sér tveggja stiga sigur, 83-81. David Jackson skoraði 30 stig fyrir Þórsliðið og Benjamin Smith var með 17 stig þar af 7 þeirra í fjórða leikhlutanum. Guðmundur Jónsson var stigahæstur íslensku leikmanna liðsins með 15 stig. Drew Gibson var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Tindastól og Helgi Rafn Viggósson skoraði 15 stig. Fyrsti leikhlutinn var jafn en Þórsarar voru með tveggja stiga forskot við lok hans, 20-18, eftir að David Jackson endaði leikhlutann á því að setja niður þriggja stiga körfu. Darri Hilmarsson meiddist í fyrsta leikhlutanum og er líklega viðbeinsbrotinn. Þórsarar voru áfram skrefinu á undan í öðrum leikhluta og leiddu með þremur stigum í hálfleik, 39-36. Þórsliðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst fljótlega tíu stigum yfir, 48-38 en Stólarnir minnkuðu þetta niður í þrjú stig, 59-56, fyrir lokaleikhlutann. Þórsarar héldu áfram frumkvæðinu og voru fimm stigum yfir, 77-72, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en Stólarnir unnu upp þann mun og komust einu stigi yfir, 80-79, þegar hálf mínúta var eftir í kjölfar þess að Þórsarinn David Jackson fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu. David Jackson bætti fyrir þetta þegar hann tók sóknafrákast og kom Þór aftur yfir, 81-80, þegar 14 sekúndur voru eftir. Grétar Erlendsson stal boltanum af Tindastólsmönnum í næstu sókn og Guðmundur Jónsson kom Þór í 83-80 með því að setja niður tvö víti þegar þrjár sekúndur voru eftir. Tindastólsmaðurinn Svavar Birgisson fékk þá tvö víti þegar sekúnda var eftir, nýtti það fyrra en ekki það síðara. Grétar náði frákastinu og sigur Þórs var í höfn.Þór Þ.-Tindastóll 83-81 (20-18, 19-18, 20-20, 24-25)Þór Þ.: David Bernard Jackson 30/5 fráköst, Benjamin Curtis Smith 17, Guðmundur Jónsson 15, Grétar Ingi Erlendsson 12/8 fráköst, Darrell Flake 6/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 3.Tindastóll: Drew Gibson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 15/8 fráköst, George Valentine 13/9 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 11, Tarick Johnson 11, Svavar Atli Birgisson 4, Hreinn Gunnar Birgisson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum