Borg í formalíni Dóri DNA skrifar 4. júlí 2013 07:30 Tónleikahald mun ekki leggjast af þótt tveir hentugir tónleikastaðir í miðbænum loki. Það mun halda áfram að blómstra á öðrum stöðum. Hótelin sem koma í staðinn munu heldur ekki eyðileggja Reykjavík. Umræðan er öfgafull og galin. Fyrir skemmstu skrifaði maður sem ég virði mikið, Sverrir Björnsson, grein í Fréttablaðið undir nafninu Sætir sigrar – beisk töp. Þar segir hann að í hvert skipti sem hinni gömlu borgarmynd Reykjavíkur sé breytt tapi borgarbúar. Um ráðhúsið segir hann meðal annars: „Gamla húsið í Tjarnarhorninu var fjarlægt og Ráðhús Reykjavíkur sett þar niður – stór ósigur.“ Ég get ekki tekið undir þetta. Reykvíkingar töpuðu ekki þegar ráðhúsið var byggt. Það var kynslóð Sverris sem tapaði. Tapaði stríðinu um að halda Reykjavík eins og hún vildi hafa hana. Það er nauðsynlegt fyrir allar kynslóðir að tapa þessu stríði, það er forsenda þess að Reykjavík dagi ekki uppi sem panelklædd skúffukaka. Mér og fólkinu í kringum mig þykir ráðhúsið nútímalegt, reisulegt og sæmandi því hlutverki sem það gegnir. Um hvað nákvæmlega snýst baráttan um Nasa? Snýst hún um húsið sjálft eða starfsemina sem er þar inni? Það er algjörlega borðleggjandi að þessi starfsemi mun finna sér nýjan vettvang. Rætur jaðar- og popptónlistar í Reykjavík rista töluvert dýpra en hvaða húsgrunnur sem er. Og nú er búið að ræsa út Sigmund Davíð Gunnlaugsson – í einhverju tækifærissinnaðasta útspili síðari ára. Ég gladdist þegar ég heyrði að það ætti að gera breytingar á Austurvallarreitnum. Þetta ágæta torg okkar þarf aðeins meiri upphefð. Eins og staðan er í dag þá er þarna ólögulegur og illa hirtur túnflötur – og útigangsmenn að garga og fljúgast á, fyrir tilstuðlan meðvirkni borgarbúa en ekki alþýðlegheita. Skilin þar á milli eru oft furðu óskýr. Breytingar eru alltaf umdeildar. En óumdeilanlega felast í þeim tækifæri. Nú er tækifæri til að stækka miðbæinn, stækka borgarupplifunina og færa líflega og hressa starfsemi á nýjar og spennandi slóðir, til dæmis út á Granda. Miðbæir í öllum borgum eru slappar hótelveislur og túristagildrur. Það eru nærliggjandi götur og hverfi sem gefa borgunum lit. Kyngjum þessum bita, játum okkur sigruð í stríðinu um að halda borginni fljótandi í formalíni og leyfum Reykjavík þess í stað að koma okkur á óvart. Höfundur býr á Suðurgötu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Tónleikahald mun ekki leggjast af þótt tveir hentugir tónleikastaðir í miðbænum loki. Það mun halda áfram að blómstra á öðrum stöðum. Hótelin sem koma í staðinn munu heldur ekki eyðileggja Reykjavík. Umræðan er öfgafull og galin. Fyrir skemmstu skrifaði maður sem ég virði mikið, Sverrir Björnsson, grein í Fréttablaðið undir nafninu Sætir sigrar – beisk töp. Þar segir hann að í hvert skipti sem hinni gömlu borgarmynd Reykjavíkur sé breytt tapi borgarbúar. Um ráðhúsið segir hann meðal annars: „Gamla húsið í Tjarnarhorninu var fjarlægt og Ráðhús Reykjavíkur sett þar niður – stór ósigur.“ Ég get ekki tekið undir þetta. Reykvíkingar töpuðu ekki þegar ráðhúsið var byggt. Það var kynslóð Sverris sem tapaði. Tapaði stríðinu um að halda Reykjavík eins og hún vildi hafa hana. Það er nauðsynlegt fyrir allar kynslóðir að tapa þessu stríði, það er forsenda þess að Reykjavík dagi ekki uppi sem panelklædd skúffukaka. Mér og fólkinu í kringum mig þykir ráðhúsið nútímalegt, reisulegt og sæmandi því hlutverki sem það gegnir. Um hvað nákvæmlega snýst baráttan um Nasa? Snýst hún um húsið sjálft eða starfsemina sem er þar inni? Það er algjörlega borðleggjandi að þessi starfsemi mun finna sér nýjan vettvang. Rætur jaðar- og popptónlistar í Reykjavík rista töluvert dýpra en hvaða húsgrunnur sem er. Og nú er búið að ræsa út Sigmund Davíð Gunnlaugsson – í einhverju tækifærissinnaðasta útspili síðari ára. Ég gladdist þegar ég heyrði að það ætti að gera breytingar á Austurvallarreitnum. Þetta ágæta torg okkar þarf aðeins meiri upphefð. Eins og staðan er í dag þá er þarna ólögulegur og illa hirtur túnflötur – og útigangsmenn að garga og fljúgast á, fyrir tilstuðlan meðvirkni borgarbúa en ekki alþýðlegheita. Skilin þar á milli eru oft furðu óskýr. Breytingar eru alltaf umdeildar. En óumdeilanlega felast í þeim tækifæri. Nú er tækifæri til að stækka miðbæinn, stækka borgarupplifunina og færa líflega og hressa starfsemi á nýjar og spennandi slóðir, til dæmis út á Granda. Miðbæir í öllum borgum eru slappar hótelveislur og túristagildrur. Það eru nærliggjandi götur og hverfi sem gefa borgunum lit. Kyngjum þessum bita, játum okkur sigruð í stríðinu um að halda borginni fljótandi í formalíni og leyfum Reykjavík þess í stað að koma okkur á óvart. Höfundur býr á Suðurgötu.