Ástarsorg í annarri hverri viku Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2013 06:00 Í næstu viku verða níu mánuðir síðan ég og barnsfaðir minn slitum samvistum. Í þessa níu mánuði hef ég deilt forræði yfir þriggja ára dóttur minni. Ég fór frá því að sjá hana á hverjum einasta degi yfir í það að sjá hana aðra hverja viku. Stundum er skrýtið að vera bara með barninu sínu aðra hverja viku. Stundum er það ágætt. Stundum er það kærkomin hvíld. En oftast er það erfitt. Erfitt er eiginlega ekki nógu sterkt lýsingarorð. Sumar vikur líður mér eins og ég sé lent í minni verstu ástarsorg og ég þurfi að upplifa hana aftur og aftur og aftur. Þessa viku sem ég er án hennar er ég með hana á heilanum. Ég hugsa ekki um annað og strái salti í sárið með því að skoða myndir og myndbönd af henni í tíma og ótíma. Græt svo pínu. Ókei, græt stjarnfræðilega mikið. Þegar dagurinn loksins rennur upp að ég sæki hana á leikskólann tel ég klukkutímana í það þegar ég fæ að sjá hennar fagra andlit. Yfirleitt erum við ekki með nein plön. Engin kynngimögnuð dagskrá í kortunum. Ég hlakka bara óendanlega mikið til að spyrja hana hvað hún fékk í hádegismat. Hvort hún fór út að leika. Hver var „fíflagangur“ í leikskólanum. Heyra hámenningarlega kúkabrandara og fylgjast með klósettferðum hennar eins og fótboltaleik svo hún pissi ekki undir. En allt hefur jú sínar jákvæðu hliðar. Ég er ekki frá því að ég hafi lært að meta dóttur mína meira þessa níu mánuði. Nú er hver einasta mínúta dýrmæt. Hver einasti brandari. Hvert einasta bros. Meira að segja hvert einasta grátkast. Hún er nefnilega ekki bara dóttir mín. Hún er skemmtilegasta manneskja sem ég þekki, fallegur snillingur og besta vinkona mín. Hún gerir mig að betri manneskju. Þessi massíva hálfsmánaðarlega ástarsorg er, þegar öllu er á botninn hvolft, þess virði eftir allt saman. En bara fyrir hana – út af því að ég er ástfangin upp yfir haus af henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun
Í næstu viku verða níu mánuðir síðan ég og barnsfaðir minn slitum samvistum. Í þessa níu mánuði hef ég deilt forræði yfir þriggja ára dóttur minni. Ég fór frá því að sjá hana á hverjum einasta degi yfir í það að sjá hana aðra hverja viku. Stundum er skrýtið að vera bara með barninu sínu aðra hverja viku. Stundum er það ágætt. Stundum er það kærkomin hvíld. En oftast er það erfitt. Erfitt er eiginlega ekki nógu sterkt lýsingarorð. Sumar vikur líður mér eins og ég sé lent í minni verstu ástarsorg og ég þurfi að upplifa hana aftur og aftur og aftur. Þessa viku sem ég er án hennar er ég með hana á heilanum. Ég hugsa ekki um annað og strái salti í sárið með því að skoða myndir og myndbönd af henni í tíma og ótíma. Græt svo pínu. Ókei, græt stjarnfræðilega mikið. Þegar dagurinn loksins rennur upp að ég sæki hana á leikskólann tel ég klukkutímana í það þegar ég fæ að sjá hennar fagra andlit. Yfirleitt erum við ekki með nein plön. Engin kynngimögnuð dagskrá í kortunum. Ég hlakka bara óendanlega mikið til að spyrja hana hvað hún fékk í hádegismat. Hvort hún fór út að leika. Hver var „fíflagangur“ í leikskólanum. Heyra hámenningarlega kúkabrandara og fylgjast með klósettferðum hennar eins og fótboltaleik svo hún pissi ekki undir. En allt hefur jú sínar jákvæðu hliðar. Ég er ekki frá því að ég hafi lært að meta dóttur mína meira þessa níu mánuði. Nú er hver einasta mínúta dýrmæt. Hver einasti brandari. Hvert einasta bros. Meira að segja hvert einasta grátkast. Hún er nefnilega ekki bara dóttir mín. Hún er skemmtilegasta manneskja sem ég þekki, fallegur snillingur og besta vinkona mín. Hún gerir mig að betri manneskju. Þessi massíva hálfsmánaðarlega ástarsorg er, þegar öllu er á botninn hvolft, þess virði eftir allt saman. En bara fyrir hana – út af því að ég er ástfangin upp yfir haus af henni.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun