Renault smíðar Nissan Micra Finnur Thorlacius skrifar 9. júlí 2013 08:45 Margar bílaverksmiðjur í Evrópu eru mjög vannýttar þessi misserin vegna lítillar sölu bíla í álfunni. Því fer þeim tilfellum fjölgandi að þær eru notaðar til að framleiða bíla annarra framleiðenda, sem gengur betur að selja bíla sína. Það er einmitt málið í tilfelli verksmiðju Renault í Frakklandi. Framleiðsla á bílnum, sem kemur þá af nýrri kynslóð, hefst þó ekki fyrr en 2016. Nissan Micra smábíllinn var fram til ársins 2010 smíðaður í verksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi, en eftir það var verksmiðjan notuð til að setja saman Nissan Juke. Forstjóri Nissan, Carlos Ghosn er, þrátt fyrir dræma sölu bíla í Evrópu, brattur og segir að Nissan muni á næstu árum selja fleiri og fleiri bíla. Það muni þó ekki verða í Evrópu, sem hann á í besta falli von á að standi í stað í sölu á næstu tveimur árum. Aukningin muni koma frá löndum eins og Rússlandi og Brasilíu þar sem aðeins einn af hverjum fjórum á bíl og í Kína þar sem einn af hverjum tuttugu á bíl. Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður
Margar bílaverksmiðjur í Evrópu eru mjög vannýttar þessi misserin vegna lítillar sölu bíla í álfunni. Því fer þeim tilfellum fjölgandi að þær eru notaðar til að framleiða bíla annarra framleiðenda, sem gengur betur að selja bíla sína. Það er einmitt málið í tilfelli verksmiðju Renault í Frakklandi. Framleiðsla á bílnum, sem kemur þá af nýrri kynslóð, hefst þó ekki fyrr en 2016. Nissan Micra smábíllinn var fram til ársins 2010 smíðaður í verksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi, en eftir það var verksmiðjan notuð til að setja saman Nissan Juke. Forstjóri Nissan, Carlos Ghosn er, þrátt fyrir dræma sölu bíla í Evrópu, brattur og segir að Nissan muni á næstu árum selja fleiri og fleiri bíla. Það muni þó ekki verða í Evrópu, sem hann á í besta falli von á að standi í stað í sölu á næstu tveimur árum. Aukningin muni koma frá löndum eins og Rússlandi og Brasilíu þar sem aðeins einn af hverjum fjórum á bíl og í Kína þar sem einn af hverjum tuttugu á bíl.
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður