Moska í fjölmenningarborg Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. júlí 2013 06:00 Eftir þrettán ára vandræðagang, þar sem annars sæmilega skipulögðu og skilvirku kerfi Reykjavíkurborgar hefur ítrekað mistekizt að verða við einföldum óskum Félags múslíma um lóð fyrir mosku, hillir loksins undir að úr málinu leysist. Reyndar eru liðin tæp þrjú ár frá því að skipulagsstjórinn í Reykjavík sagði í Fréttablaðinu að það myndi leysast „á næstu vikum“ en betra er seint en aldrei. Nú hefur verið samþykkt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir mosku í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni, og Félag múslíma hefur fengið vilyrði borgaryfirvalda fyrir lóðinni. Í borgarstjórninni virðist þverpólitísk samstaða um afgreiðslu málsins. Skárra væri það nú líka. Trúfrelsi hefur verið bundið í stjórnarskrá Íslands frá upphafi, í nærri 140 ár. Skráð trúfélög eiga að sjálfsögðu öll sama rétt á að reisa sín tilbeiðsluhús og vandræðagangurinn á borgaryfirvöldum að finna lóð fyrir mosku í Reykjavík hefur verið algjörlega á skjön við það frjálslynda og umburðarlynda samfélag sem við höldum gjarnan fram að við búum í. Útlit nýju moskunnar liggur ekki fyrir, heldur á að efna til samkeppni meðal arkitekta. Hún verður um 800 fermetrar og með níu metra háan bænaturn. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma, sagði í Fréttablaðinu í gær að byggingin myndi setja svip sinn á borgina. Það mun hún vafalaust gera og það verður jákvæður svipur. Auðþekkjanleg moska múslíma verður eitt af táknum þess fjölmenningarlega samfélags sem er að verða til í Reykjavík. Í borginni eru ellefu prósent íbúanna innflytjendur, samtals af 130 þjóðernum og aðhyllast margs konar trúarbrögð þótt yfirgnæfandi meirihluti sé kristinn. Rétt eins og hinar mörgu kristnu kirkjur í Reykjavík eru til vitnis um kristna arfleifð þjóðarinnar, verður moskan vitnisburður um fjölbreyttara samfélag, sem rúmar margvíslega menningu, trúarbrögð og lífsskoðanir. Í ársbyrjun voru 770 manns skráðir í trúfélög múslíma á Íslandi. Það eru yfir þrefalt fleiri en fyrir tíu árum. Fjölgað hefur um meira en helming í Félagi múslíma á Íslandi, sem telur nú um 465 manns, og 305 eru skráðir í Trúfélag Menningarseturs múslíma á Íslandi, sem rekur mosku og félagsmiðstöð við Öskjuhlíð. Múslímar eru ekki hátt hlutfall borgarbúa, en þetta eru þó svipaðar félagatölur og í sumum smærri kristnum trúfélögum, sem eiga sín guðshús á áberandi stöðum í borginni. Fyrir þremur árum gerði Fréttablaðið skoðanakönnun sem sýndi að um 40 prósent landsmanna væru andvíg byggingu mosku í Reykjavík, en aðeins tæplega þriðjungur var hlynntur henni. Sennilega hafa skoðanir fólks breytzt að þessu leyti; alltént hafa fáar gagnrýnisraddir heyrzt eftir að fréttir voru fluttar af því að lóðin væri fundin og deiliskipulagið samþykkt. Það bendir vonandi til þess að við séum í rauninni það opna og umburðarlynda samfélag sem við segjumst vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Eftir þrettán ára vandræðagang, þar sem annars sæmilega skipulögðu og skilvirku kerfi Reykjavíkurborgar hefur ítrekað mistekizt að verða við einföldum óskum Félags múslíma um lóð fyrir mosku, hillir loksins undir að úr málinu leysist. Reyndar eru liðin tæp þrjú ár frá því að skipulagsstjórinn í Reykjavík sagði í Fréttablaðinu að það myndi leysast „á næstu vikum“ en betra er seint en aldrei. Nú hefur verið samþykkt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir mosku í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni, og Félag múslíma hefur fengið vilyrði borgaryfirvalda fyrir lóðinni. Í borgarstjórninni virðist þverpólitísk samstaða um afgreiðslu málsins. Skárra væri það nú líka. Trúfrelsi hefur verið bundið í stjórnarskrá Íslands frá upphafi, í nærri 140 ár. Skráð trúfélög eiga að sjálfsögðu öll sama rétt á að reisa sín tilbeiðsluhús og vandræðagangurinn á borgaryfirvöldum að finna lóð fyrir mosku í Reykjavík hefur verið algjörlega á skjön við það frjálslynda og umburðarlynda samfélag sem við höldum gjarnan fram að við búum í. Útlit nýju moskunnar liggur ekki fyrir, heldur á að efna til samkeppni meðal arkitekta. Hún verður um 800 fermetrar og með níu metra háan bænaturn. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma, sagði í Fréttablaðinu í gær að byggingin myndi setja svip sinn á borgina. Það mun hún vafalaust gera og það verður jákvæður svipur. Auðþekkjanleg moska múslíma verður eitt af táknum þess fjölmenningarlega samfélags sem er að verða til í Reykjavík. Í borginni eru ellefu prósent íbúanna innflytjendur, samtals af 130 þjóðernum og aðhyllast margs konar trúarbrögð þótt yfirgnæfandi meirihluti sé kristinn. Rétt eins og hinar mörgu kristnu kirkjur í Reykjavík eru til vitnis um kristna arfleifð þjóðarinnar, verður moskan vitnisburður um fjölbreyttara samfélag, sem rúmar margvíslega menningu, trúarbrögð og lífsskoðanir. Í ársbyrjun voru 770 manns skráðir í trúfélög múslíma á Íslandi. Það eru yfir þrefalt fleiri en fyrir tíu árum. Fjölgað hefur um meira en helming í Félagi múslíma á Íslandi, sem telur nú um 465 manns, og 305 eru skráðir í Trúfélag Menningarseturs múslíma á Íslandi, sem rekur mosku og félagsmiðstöð við Öskjuhlíð. Múslímar eru ekki hátt hlutfall borgarbúa, en þetta eru þó svipaðar félagatölur og í sumum smærri kristnum trúfélögum, sem eiga sín guðshús á áberandi stöðum í borginni. Fyrir þremur árum gerði Fréttablaðið skoðanakönnun sem sýndi að um 40 prósent landsmanna væru andvíg byggingu mosku í Reykjavík, en aðeins tæplega þriðjungur var hlynntur henni. Sennilega hafa skoðanir fólks breytzt að þessu leyti; alltént hafa fáar gagnrýnisraddir heyrzt eftir að fréttir voru fluttar af því að lóðin væri fundin og deiliskipulagið samþykkt. Það bendir vonandi til þess að við séum í rauninni það opna og umburðarlynda samfélag sem við segjumst vera.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun