100.000 Porsche Panamera Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2013 10:45 Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche náði því takmarki fyrir stuttu að framleiða bíl númer 100.000 af gerðinni Panamera. Sá bíll er fjöggurra dyra og fjögurra sæta bíll sem sala hófst á árið 2009. Panamera bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi. Sá hundrað þúsundasti var af S E-Hybrid gerð, en sá bíll var fyrst kynntur í síðasta mánuði. Panamera S E-Hybrid er með 3,0 lítra V6 bensínvél með keflablásara en að auki knýja rafhlöður bílinn sem hlaðnar eru með heimilisrafmagni. Samtals skilar þessi drifrás 416 hestöflum. Þrátt fyrir allt aflið eyðir þessi byltingarkenndi bíll aðeins 3,1 lítra af bensíni á hverja hundrað kílómetra. Hann er 5,5 sekúndur í hundrað kílómetra hraða og hámarkshraðinn er 270 km/klst. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent
Þýski lúxusbílaframleiðandinn Porsche náði því takmarki fyrir stuttu að framleiða bíl númer 100.000 af gerðinni Panamera. Sá bíll er fjöggurra dyra og fjögurra sæta bíll sem sala hófst á árið 2009. Panamera bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi. Sá hundrað þúsundasti var af S E-Hybrid gerð, en sá bíll var fyrst kynntur í síðasta mánuði. Panamera S E-Hybrid er með 3,0 lítra V6 bensínvél með keflablásara en að auki knýja rafhlöður bílinn sem hlaðnar eru með heimilisrafmagni. Samtals skilar þessi drifrás 416 hestöflum. Þrátt fyrir allt aflið eyðir þessi byltingarkenndi bíll aðeins 3,1 lítra af bensíni á hverja hundrað kílómetra. Hann er 5,5 sekúndur í hundrað kílómetra hraða og hámarkshraðinn er 270 km/klst.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent