Selfoss og Maribo Pawel Bartoszek skrifar 17. maí 2013 15:00 Sumir vilja láta ríkið selja áfengi til að takmarka aðgengi fólks að því. Ég er ósammála en ég skil rökin. En í umræðunni má stundum heyra önnur rök: Að ríkiseinokun sé nauðsynleg til að tryggja gott vöruúrval. Sérstaklega úti á landi. Væri verslunin gefin frjáls myndu búðir í hinum dreifðu byggðum í besta falli bjóða upp á nokkrar vinsælar bjórtegundir og svo væri ein rykfallin Sunrise-flaska uppi í hillu. Þetta er tilgáta. Tilgátur eru til að prófa þær. Ég ákvað að skoða úrvalið af léttvíni á Selfossi og í dönskum bæ af svipaðri stærð, Maribo.Selfoss Á Selfossi búa um 6.500 manns. Þar er ein Vínbúð. Hún er sögð vera 700 tegunda búð. Vingjarnlega fólkið hjá ÁTVR sagði mér að hún væri líklega með rétt yfir 800 tegundir, þar af væri um 51% léttvín. Það myndi gera rúmlega 400 léttvínsvörutegundir. Ég fór í sambærilega vínbúð, í Hafnarfirði og kíkti í hillurnar. Ég taldi 430 vörutegundir. Til að halda því til haga þá er það auðvitað ekkert glatað. Ég bað vin minn sem býr í Danmörku að telja fjölda léttvínsvörutegunda í Netto-búð í Kaupmannahöfn (Netto er lágvörukeðja). Þær voru um 120. Ríkið á Selfossi er því með betra vöruúrval en dönsk lágvöruverslun. En reyndar ber að geta þess að Selfoss og Akureyri eru með langbesta úrvalið af öllum vínbúðum úti á landi. Á Akranesi, þar sem búa litlu færri en á Selfossi, eru léttvínin um það bil 150-180.Maribo Danski bærinn Maribo er á Suður-Sjálandi í um eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Þar búa tæplega sex þúsund manns. Í bænum eru lágvöruverslanir frá Aldi, Lidl og Netto og einnig tvær dýrari verslanir, SuperBrugsen og SuperBest. Þar eru einnig minnst þrír sérhæfðir vínsalar. Loks eru nokkrar aðrar minni verslanir, sjoppur og bensínstöðvar sem einnig selja vín. Ég hringdi í SuperBrugsen í Maribo. Maðurinn á skrifstofunni tjáði mér að þeir væru að jafnaði með milli 300 og 400 ólík vín í búðinni hverju sinni, en ef fernur væru taldar sér, líkt og ÁTVR gerir, væru vörutegundirnar vel yfir 500. Hin dýra búðin, SuperBest, er meðal annars í samstarfi við dreifingaraðila sem er með lista yfir 120 sérvalin vín á heimasíðu sinni. Í samtali við dreifingaraðilann fékk ég staðfest að þeirra vín væri ekki til sölu í neinum öðrum verslunum og langflestar víntegundanna væri sannarlega að finna í venjulegri SuperBest-verslun. Miðað við þessar upplýsingar má því minnst velja milli 600 tegunda af léttvíni í tveimur stærstu búðunum í Maribo. Ég talaði líka við vínsalana í Maribo. Einn þeirra sérhæfir sig í víni frá þremur vínekrum í Suður-Evrópu og var með um hundrað tegundir, þær voru ekki til sölu í nokkurri annarri búð á svæðinu. Ég fékk einnig sendan vörulista frá öðrum vínsala í bænum. Sá var með 215 tegundir. Lítil skörun virtist við vörulista annarra en ég þori þó ekki að fullyrða að einhver þeirra víntegunda væru ekki til sölu í stóru búðunum tveimur. Ég náði ekki í þriðja vínsalann og skoðaði ekki lágvöruverslanirnar og bensínstöðvarnar. En allra, allra varlegasta áætlunin hljóðar sem sagt upp á yfir 700 vörutegundir.Úrvalið verra á Íslandi Maribo-búi getur því valið úr að lágmarki 300 fleiri víntegundum en Selfyssingur. Samt er fólkið á Selfossi tiltölulega vel sett. Úrvalið á Akranesi er allavega fjórfalt verra en í Maribo. Sama gildir annars staðar á landinu, sé Akureyri undanskilin. Á flestum stöðum er úrvalið svipað og í danskri lágvöruverslun. Ég ætla ekki að halda því fram að það sé hörmulegt en þeir sem halda því fram að það sé „frábært“ hafa greinilega ekki mikinn samanburð. Ég get skilið inntak þeirra raka að einkaleyfi ríkisins þurfi til að halda dreifingu víns í skefjum. En rökin um að einkaleyfið sé nauðsynlegt til að tryggja vöruúrval, því kaupmenn kunni ekki að stunda kaupmennsku og hafi til þess engan metnað, þau rök standast ekki skoðun. Vínúrvalið á Selfossi væri betra ef Selfoss væri danskur bær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Sumir vilja láta ríkið selja áfengi til að takmarka aðgengi fólks að því. Ég er ósammála en ég skil rökin. En í umræðunni má stundum heyra önnur rök: Að ríkiseinokun sé nauðsynleg til að tryggja gott vöruúrval. Sérstaklega úti á landi. Væri verslunin gefin frjáls myndu búðir í hinum dreifðu byggðum í besta falli bjóða upp á nokkrar vinsælar bjórtegundir og svo væri ein rykfallin Sunrise-flaska uppi í hillu. Þetta er tilgáta. Tilgátur eru til að prófa þær. Ég ákvað að skoða úrvalið af léttvíni á Selfossi og í dönskum bæ af svipaðri stærð, Maribo.Selfoss Á Selfossi búa um 6.500 manns. Þar er ein Vínbúð. Hún er sögð vera 700 tegunda búð. Vingjarnlega fólkið hjá ÁTVR sagði mér að hún væri líklega með rétt yfir 800 tegundir, þar af væri um 51% léttvín. Það myndi gera rúmlega 400 léttvínsvörutegundir. Ég fór í sambærilega vínbúð, í Hafnarfirði og kíkti í hillurnar. Ég taldi 430 vörutegundir. Til að halda því til haga þá er það auðvitað ekkert glatað. Ég bað vin minn sem býr í Danmörku að telja fjölda léttvínsvörutegunda í Netto-búð í Kaupmannahöfn (Netto er lágvörukeðja). Þær voru um 120. Ríkið á Selfossi er því með betra vöruúrval en dönsk lágvöruverslun. En reyndar ber að geta þess að Selfoss og Akureyri eru með langbesta úrvalið af öllum vínbúðum úti á landi. Á Akranesi, þar sem búa litlu færri en á Selfossi, eru léttvínin um það bil 150-180.Maribo Danski bærinn Maribo er á Suður-Sjálandi í um eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Þar búa tæplega sex þúsund manns. Í bænum eru lágvöruverslanir frá Aldi, Lidl og Netto og einnig tvær dýrari verslanir, SuperBrugsen og SuperBest. Þar eru einnig minnst þrír sérhæfðir vínsalar. Loks eru nokkrar aðrar minni verslanir, sjoppur og bensínstöðvar sem einnig selja vín. Ég hringdi í SuperBrugsen í Maribo. Maðurinn á skrifstofunni tjáði mér að þeir væru að jafnaði með milli 300 og 400 ólík vín í búðinni hverju sinni, en ef fernur væru taldar sér, líkt og ÁTVR gerir, væru vörutegundirnar vel yfir 500. Hin dýra búðin, SuperBest, er meðal annars í samstarfi við dreifingaraðila sem er með lista yfir 120 sérvalin vín á heimasíðu sinni. Í samtali við dreifingaraðilann fékk ég staðfest að þeirra vín væri ekki til sölu í neinum öðrum verslunum og langflestar víntegundanna væri sannarlega að finna í venjulegri SuperBest-verslun. Miðað við þessar upplýsingar má því minnst velja milli 600 tegunda af léttvíni í tveimur stærstu búðunum í Maribo. Ég talaði líka við vínsalana í Maribo. Einn þeirra sérhæfir sig í víni frá þremur vínekrum í Suður-Evrópu og var með um hundrað tegundir, þær voru ekki til sölu í nokkurri annarri búð á svæðinu. Ég fékk einnig sendan vörulista frá öðrum vínsala í bænum. Sá var með 215 tegundir. Lítil skörun virtist við vörulista annarra en ég þori þó ekki að fullyrða að einhver þeirra víntegunda væru ekki til sölu í stóru búðunum tveimur. Ég náði ekki í þriðja vínsalann og skoðaði ekki lágvöruverslanirnar og bensínstöðvarnar. En allra, allra varlegasta áætlunin hljóðar sem sagt upp á yfir 700 vörutegundir.Úrvalið verra á Íslandi Maribo-búi getur því valið úr að lágmarki 300 fleiri víntegundum en Selfyssingur. Samt er fólkið á Selfossi tiltölulega vel sett. Úrvalið á Akranesi er allavega fjórfalt verra en í Maribo. Sama gildir annars staðar á landinu, sé Akureyri undanskilin. Á flestum stöðum er úrvalið svipað og í danskri lágvöruverslun. Ég ætla ekki að halda því fram að það sé hörmulegt en þeir sem halda því fram að það sé „frábært“ hafa greinilega ekki mikinn samanburð. Ég get skilið inntak þeirra raka að einkaleyfi ríkisins þurfi til að halda dreifingu víns í skefjum. En rökin um að einkaleyfið sé nauðsynlegt til að tryggja vöruúrval, því kaupmenn kunni ekki að stunda kaupmennsku og hafi til þess engan metnað, þau rök standast ekki skoðun. Vínúrvalið á Selfossi væri betra ef Selfoss væri danskur bær.